16.8.2017

Takk fyrir samstarfið

Í sumar hafa fjölmargir háskólanemar verið við störf hjá Landsneti. Hópurinn hefur unnið hin ýmsu störf og komið að verkefnum á flestum sviðum fyrirtækisins.

31.7.2017

Ný gjaldskrá tekur gildi í dag

Ný gjaldskrá tekur gildi í dag, 1. ágúst 2017.

25.7.2017

Elín ráðin í starf samráðsfulltrúa

Landsnet hefur ráðið Elínu Sigríði Óladóttur í starf samráðsfulltrúa þar sem hún mun m.a. standa að auknu samtali við hagsmunaðila og halda utan um hagsmuna- og verkefnaráð.

10.7.2017

Leggjum okkar að mörkum

Við hjá Landsneti leggjum okkar að mörkum til að lágmarka áhrif starfsemi okkar á umhverfið m.a. með því að endurheimta gróðurlendi í stað þess sem fer undir línur og vegi.

27.6.2017

Máli Landverndar vegna Kröflulínu 4 vísað frá

Héraðsdómur Norðurlands eystra vísaði í gær frá dómsmáli Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis í Skútustaðahreppi vegna Kröflulínu 4.

15.6.2017

Ógildingu eignarnáms hafnað

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna ógildingu á ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að heimila eignarnám vegna Kröflulínu 4.

7.6.2017

Byrjað að skera af strengnum

Issac Newton fór úr höfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun og strax í gærkvöldi var strengurinn skorinn í sundur á hafsbotni nálægt þeim stað sem bilun var talin vera, en mælingar á staðsetningu geta skeikað einhverjum tugum metra

3.6.2017

Viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 að hefjast

Í byrjun apríl kom upp bilun í Vestmannaeyjastreng 3 sem er að stærstum hluta sæstrengur og er annar af tveimur sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja. Er bilunin staðsett u.þ.b. 3 km norðan við Eyjar. Vinna við aðgerðaráætlun hefur staðið yfir um tíma og nú er viðgerð að hefjast.

29.5.2017

Landsnet kaupir rafmagn vegna flutningstapa

Landsnet hefur samið við HS Orku, Landsvirkjun, Orku náttúrunnar og Íslenska Orkumiðlun um kaup á rúmum 89 gígavattstundum (GWst) af rafmagni til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu á næsta ársfjórðungi.

19.5.2017

Rafmögnuð störf

Viltu vinna með okkur?

15.5.2017

Grundarfjarðarlína 2 – framkvæmdir að hefjast

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og fellst verkið í greftri, slóðagerð og tilheyrandi frágangi.

15.5.2017

Samið um reglunaraflstryggingu

Í kjölfar útboðs á reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið maí 2017- apríl 2018 hefur verið samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar.

10.5.2017

Svandís Hlín ráðin í starf viðskiptastjóra

Landsnet hefur ráðið Svandísi Hlín Karlsdóttur í starf viðskiptastjóra Landsnets þar sem hún mun stýra þróun á viðskiptaumhverfi raforku ásamt því að vera tengiliður nýrra viðskiptavina og helsti þjónustutengiliður núverandi viðskiptavina.

28.4.2017

Nýtt mat á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3

Landsnet hefur ákveðið að nýtt umhverfismat verði gert fyrir Blöndulínu 3. Markmiðið með nýju umhverfismati er m.a. að skapa sátt um þau ferli sem tengjast uppbyggingu Blöndulínu 3. Ákvörðunin var tekin í samráði við Skipulagsstofnun. 

28.4.2017

Samið um lagningu  jarðstrengs

Í dag var skrifað undir samning við Steypustöð Skagafjarðar um lagningu jarðstrengs á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur með viðeigandi greftri, slóðagerð og  frágangsvinnu.

27.4.2017

Matslýsing vegna umhverfismats Kerfisáætlunar

Við hjá Landsneti erum byrjuð að móta kerfisáætlunar 2017-2026 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana

24.4.2017

Hilmar Karlsson ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá Landsneti

Landsnet hefur ráðið Hilmar Karlsson í starf forstöðumanns upplýsingatækni þar sem hann mun stýra  uppbyggingu og þróun á upplýsingakerfum Landsnets.

18.4.2017

Rafrænt innkaupaferli, aukið gagnsæi

Landsnet er stærsti einstaki raforkukaupandinn á heildsölumarkaði á Íslandi en fyrirtækið kaupir á einu ári um 360 GWst af raforku vegna þeirrar orku sem tapast í flutningskerfinu.

12.4.2017

Aðgerðaráætlun í gangi

Undirbúningur á viðgerð vegna Vestmannaeyjastrengs 3 er í fullum í gangi. Bilanagreining á strengnum hefur farið fram og allt bendir til þess að bilunin sé staðsett neðansjávar um 6.2 km frá Eyjum.

7.4.2017

Kostnaður við tafir verulegur

Héraðsdómur Norðurlands eystra hafnaði í gær kröfu Landsnets um innsetningu í tiltekin landsréttindi tveggja landeigenda á grundvelli eignarnáms vegna Kröflulínu 4.