23.11.2017

Samið við Norræna fjárfestingarbankann

Landsnet og Norræni fjárfestingarbankinn hafa skrifað undir lánasamning að fjárhæð 50 milljóna bandaríkjadala, um 5,2 milljarða króna, til að fjármagna framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1, Kröflulínu 4 og til að styrkja flutningskerfið í Skagafirði og á Snæfellsnesi. Lánið er mjög hagstætt, til tíu ára og á föstum vöxtum.

16.11.2017

Grundarfjarðarlína

Í morgun varð rafmagnslaust í Grundarfirði í um það bil 15 mínútur þegar Grundarfjarðarlína 1 sló út.

6.11.2017

Yfir 40 þúsund manns án rafmagns í gærkvöldi

Í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt urðu tvær stórar truflanir sem leiddu til þess að yfir 40 þúsund manns á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og nágrenni urðu rafmagnslaus um tíma.

12.10.2017

Landsnet á framtak ársins á sviði loftslagsmála - fyrir snjallnet á Austurlandi

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem er í dag. Landsnet fékk verðlaun fyrir framtak ársins á sviði loftslagsmála fyrir snjallnet á Austurlandi en Icelandair hótel voru valin umhverfisfyrirtæki ársins. Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður fyrirtækisins veitti verðlaunum móttöku á Hilton Reykjavík Nordica

20.9.2017

Kerfisáætlun 2015 – 2024 í gildi

Í kjölfar synjunar Orkustofnunar á Kerfisáætlun Landsnet fyrir árin 2016 – 2025 hefur Landsnet nú endurmetið framkvæmdaáætlun fyrirtækisins. Niðurstaða viðræðna milli Landsnets og Orkustofnunar um stöðuna sem komin er upp er sú að Kerfisáætlun 2015-2024 sé enn í gildi og þau verkefni sem hún inniheldur séu með samþykki Orkustofnunar.

6.9.2017

Bilun í símkerfi

Bilun er í símkerfi Landsnets og ekki hægt að hringja inn í gegnum skiptiborðið.

25.8.2017

Landsnet fær ISO vottun

Við hjá Landsneti leggjum áherslu á skilvirkt skipulag reksturs með sterkum meginstoðum og skýrum ábyrgðarhlutverkum.

24.8.2017

Nýtt spennuvirki í Vestmannaeyjum

Í gær miðvikudaginn 23. ágúst tóku HS Veitur hf. og Landsnet formlega í notkun nýtt 66 kV spennuvirki sem staðsett er við Strandveg 16 í Vestmannaeyjum.

21.8.2017

Sterk eiginfjárstaða og stöðugur rekstur

Árshlutareikningur Landsnet fyrir janúar – júní 2017 var lagður fram í dag. Afkoma fyrirtækisins er samkvæmt áætlunum.

16.8.2017

Takk fyrir samstarfið

Í sumar hafa fjölmargir háskólanemar verið við störf hjá Landsneti. Hópurinn hefur unnið hin ýmsu störf og komið að verkefnum á flestum sviðum fyrirtækisins.

31.7.2017

Ný gjaldskrá tekur gildi í dag

Ný gjaldskrá tekur gildi í dag, 1. ágúst 2017.

25.7.2017

Elín ráðin í starf samráðsfulltrúa

Landsnet hefur ráðið Elínu Sigríði Óladóttur í starf samráðsfulltrúa þar sem hún mun m.a. standa að auknu samtali við hagsmunaðila og halda utan um hagsmuna- og verkefnaráð.

10.7.2017

Leggjum okkar að mörkum

Við hjá Landsneti leggjum okkar að mörkum til að lágmarka áhrif starfsemi okkar á umhverfið m.a. með því að endurheimta gróðurlendi í stað þess sem fer undir línur og vegi.

27.6.2017

Máli Landverndar vegna Kröflulínu 4 vísað frá

Héraðsdómur Norðurlands eystra vísaði í gær frá dómsmáli Landverndar um ógildingu framkvæmdaleyfis í Skútustaðahreppi vegna Kröflulínu 4.

15.6.2017

Ógildingu eignarnáms hafnað

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna ógildingu á ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að heimila eignarnám vegna Kröflulínu 4.

7.6.2017

Byrjað að skera af strengnum

Issac Newton fór úr höfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun og strax í gærkvöldi var strengurinn skorinn í sundur á hafsbotni nálægt þeim stað sem bilun var talin vera, en mælingar á staðsetningu geta skeikað einhverjum tugum metra

3.6.2017

Viðgerð á Vestmannaeyjastreng 3 að hefjast

Í byrjun apríl kom upp bilun í Vestmannaeyjastreng 3 sem er að stærstum hluta sæstrengur og er annar af tveimur sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja. Er bilunin staðsett u.þ.b. 3 km norðan við Eyjar. Vinna við aðgerðaráætlun hefur staðið yfir um tíma og nú er viðgerð að hefjast.

29.5.2017

Landsnet kaupir rafmagn vegna flutningstapa

Landsnet hefur samið við HS Orku, Landsvirkjun, Orku náttúrunnar og Íslenska Orkumiðlun um kaup á rúmum 89 gígavattstundum (GWst) af rafmagni til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu á næsta ársfjórðungi.

19.5.2017

Rafmögnuð störf

Viltu vinna með okkur?

15.5.2017

Grundarfjarðarlína 2 – framkvæmdir að hefjast

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og fellst verkið í greftri, slóðagerð og tilheyrandi frágangi.