Landsnet og PCC semja á ný um orkuflutning vegna kísilvers á Bakka
Landsnet hefur undirritað nýtt samkomulag um raforkuflutninga við PCC vegna kísilvers á Bakka við Húsavík. Þar koma fram ítarlegri skýringar á samkomulagi fyrirtækjanna, samkvæmt leiðbeiningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), en voru í fyrri samningi félaganna. Jafnframt hefur nýi samningurinn verið sendur ESA til samþykktar.
Yfirlýsing vegna flutnings háspennulína við Vallahverfi í Hafnarfirði
Vegna umræðu um að Landsnet hafi ekki staðið við samkomulag um að fjarlægja háspennulínur sem standa við Vallahverfið í Hafnarfirði vill Landsnet koma eftirfarandi á framfæri:
Samningskaup um reglunaraflstryggingu 2015-2016
Landsnet óskar eftir þátttakendum í samningskaup um reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið 1. maí 2015 til og með 1. maí 2016.
Laust starf - Umsjónarmaður lagers
Landsnet leitar að öflugum einstaklingi í starf umsjónarmanns lagers. Viðkomandi þarf að vera tilbúin(n) að sinna útköllum utan hefðbundins vinnutíma. Starfið heyrir undir innkaupastjóra í deild Fjármála.
Landsnet leitar tilboða í byggingu tengivirkis í Helguvík
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágang húss og spennarýma fyrir Stakk - tengivirki Helguvík í samræmi við útboðsgögn STA-01.
Ársreikningur Landsnets hf. fyrir árið 2014
Lægri ársverðbólga skýrir góða rekstrarniðurstöðu.
Sérfræðingur í mannauðsmálum
Landsnet leitar eftir metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi í starf sérfræðings á sviði mannauðsmála. Hér er um tímabundið starf að ræða, ráðningartími er að lágmarki til loka október mánaðar nk.
Góð mæting í opið hús í Bolungarvík
Hátt í 100 manns mættu í opið hús sem Landsnet stóð fyrir í varaaflsstöðinni í Bolungarvík í gær í tilefni þess að vinnu er nú lokið við stöðina og snjallnetskerfið á Vestfjörðum.
Landsnet styrkir Krýsuvíkursamtökin og Vökudeild Barnaspítala Hringsins
Í stað þess að senda jólakort veitir Landsnet hf. árlega styrki til líknar- og velferðarsamtaka sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi.
Opið hús í varaaflsstöð Landsnets
Í tilefni þess að vinnu er nú lokið við varaaflsstöðina í Bolungarvík og snjallnetskerfið á Vestfjörðum býður Landsnet Vestfirðingum og örðum sem áhuga hafa í heimsókn í stöðina, mánudaginn 15. desember milli kl. 16-19.
Straumlaust í skamma stund á Suðurlandi
Útleysing varð á 66kV línum Landsnets sem þjóna byggðum Suðurlands og Vestmannaeyjum.
Landsnet semur um nýjan jarðstreng frá Fitjum til Helguvíkur
Landsnet hefur samið við þýska fyrirtækið Nexans um kaup á jarðstreng sem lagður verður milli Njarðvíkur og Helguvíkur og tengir kísilver United Silicon við raforkuflutningskerfið. Samkomulagið, sem hljóðar upp á tæplega 1,3 milljónir evra, var undirritað af aðstoðarforstjóra Landsnets og fulltrúum Nexans í dag.
Athugsemdir og ábendingar vegna matsáætlunar fyrir Sprengisandslínu
Alls bárust um 30 ábendingar og athugasemdir vegna matsáætlunar fyrir Sprengisandslínu. Flestar snúa að andmælum gegn línulögn yfir hálendið en ábendingar bárust einnig um brýna þörf fyrirhugaðra framkvæmda.
Raforkukerfið slapp stóráfallalaust
Raforkuflutningskerfi Landsnets varð ekki fyrir stóráföllum í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Um níuleytið í gærkvöldi varð straumrof á Búrfellslínu 1 í skamma stund. Á Bolungarvíkurlínum 1 og 2 leysti rafmagn einnig út rétt fyrir hálf þrjú í nótt vegna veðurágangs en við það fór varaaflstöð Landsnets sjálfvirkt í gang.
Landsnet í viðbragðsstöðu vegna veðurútlits
Landsnet vinnur nú eftir viðbragðsáætlun vegna veðurútlits á vestanverðu landinu í dag. Spáð er aftakaveðri í kvöld, með hættu á seltu og krapa, sem auka líkur á truflunum í flutningskerfinu með hættu á straumleysi.
Brýnt að grípa til markvissra aðgerða vegna uppbyggingar flutningskerfisins
Iðnaðarráðherra segir löngu tímabært að lyfta umræðunni um uppbyggingu flutningskerfis raforku upp úr þeim skotgröfum sem hún hefur verið í með og móti einstökum framkvæmdum.
Tillaga að matsáætlun Sprengisandslínu til Skipulagsstofnunar í desember
Stefnt er að því að senda tillögu að matsáætlun Sprengisandslínu til Skipulagsstofnunar í næsta mánuði en frestur til að gera athugasemdir við drög að matsáætlun verkefnisins rennur út 20. nóvember, sem er næstkomandi fimmtudagur, og geta allir sent inn athugasemdir.
Byggðalína úr bráðri hættu á Breiðamerkursandi
Vegna ágangs sjávar hefur byggðalínan austan við Jökulsá á Breiðamerkursandi verið færð lengra upp á ströndina á nokkur hundruð metra kafla. Einungis er þó um bráðabirgðalausn að ræða og þörf á framtíðarlausn til að vernda innviði samfélagsins á þessum slóðum, s.s. brúar- og vegasamband, raflínu- og ljósleiðarasamband.
Hillir undir betri tíma í raforkumálum á Vestfjörðum
Álagsprófunum á svæðiskerfið vestra vegna tengingar nýrrar varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík er lokið nema eitthvað óvænt komi fram við nánari greiningu gagna.Prófanirnar gengu mjög vel en leiddu jafnframt í ljós ýmsar úrbætur sem gera þarf.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR