29.4.2015

Landsnet semur við Ístak um lagningu jarðstrengs út í Helguvík

Landsnet undirritaði í dag samkomulag við ÍSTAK um lagningu jarðstrengs milli Fitja og Helguvíkur og er miðað við að framkvæmdum verði að fullu lokið haustið 2015.

29.4.2015

Varaafl og snjallnet á Vestfjörðum

Mikilvægum áfanga í að auka orkuöryggi á Vestfjörðum var fagnað í Bolungarvík í dag. Þá tók iðnaðar- og viðskiptaráðherra formlega í notkun nýja varaaflstöð Landsnets, nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða í Bolungarvík og snjallnetskerfi fyrir Vestfirði – sem er samheiti yfir ýmsar tækninýjungar á sviði flutnings og dreifingar raforku á svæðinu. Verkið tók rúm tvö ár og kostaði um 1,5 milljarð króna en alls hefur Landsnet fjárfest fyrir rúma þrjá milljarða í bættu orkuöryggi vestra á liðnum árum.

20.4.2015

Orka, samgöngur og fjarskipti forsendur byggðar í landinu

Orka, samgöngur og fjarskipti eru forsendur nútíma mann- og atvinnulífs og grundvöllur byggðar í öllu landinu. sagði stjórnarformaður Landsnets á vorfundi félagsins á dögunum þegar hann minntist 10 ára afmælis félagsins og horfði fram á veg til þeirra verkefna sem bíða þess á næstu árum.

17.4.2015

Landsnet semur við ÍAV um byggingu tengivirkis í Helguvík

Landsnet undirritaði í dag samkomulag við Íslenska aðalverktaka (ÍAV) um byggingu á nýju tengivirki Landsnets í Helguvík sem fengið hefur nafnið Stakkur. Samningurinn hljóðar upp á 341 milljón króna og er miðað við að framkvæmdum verið að fullu lokið í árslok 2015.

15.4.2015

Stefnumótun stjórnvalda vegna uppbyggingar raforkuflutningskerfisins

Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum vegna kerfisáætlunar Landsnets og þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína bíða nú lokaumræðu á Alþingi. Væntir iðnaðar- og viðskiparáðherra þess að þau verði afgreidd á næstu dögum yfirstandandi vorþings.

13.4.2015

Óbreytt stjórn hjá Landsneti

Stjórn Landsnets var einróma endurkjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór fimmtudaginn 9. apríl sl. í kjölfar vorfundar félagsins. Á fundinum var ársreikningur Landsnets fyrir árið 2014 jafnframt samþykktur.

9.4.2015

Rafvædd framtíð í takt við samfélagið

Það er vilji Landsnets að ná fram sem víðtækastri samfélagssátt um framtíðarfyrirkomulag raforkuflutninga og uppbyggingu meginflutningskerfisins þannig að allir, almenningur jafnt sem atvinnulíf, hafi öruggan aðgang að tryggu rafmagni sem er forsenda lífsgæða í nútímasamfélagi.

1.4.2015

Sýnum aðgæslu til fjalla

Með hækkandi sól aukast ferðalög á fjöllum og því vill Landsnet vekja athygli á því að víða á hálendinu er nú hættulega stutt upp í háspennulínur vegna mikilla snjóalaga.

1.4.2015

Nýjar áherslur í starfsemi Landsnets kynntar á vorfundi

Landsnets efnir til opins vorfundar um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi fimmtudaginn 9. apríl nk. þar sem kynntar verða nýjar áherslur í rekstri félagsins sem hafa m.a. að markmiði að tryggja landsmönnum aðgang að öruggu rafmagni til framtíðar í sátt við samfélag og umhverfi.

25.3.2015

Landsnet og PCC semja á ný um orkuflutning vegna kísilvers á Bakka

Landsnet hefur undirritað nýtt samkomulag um raforkuflutninga við PCC vegna kísilvers á Bakka við Húsavík. Þar koma fram ítarlegri skýringar á samkomulagi fyrirtækjanna, samkvæmt leiðbeiningum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), en voru í fyrri samningi félaganna. Jafnframt hefur nýi samningurinn verið sendur ESA til samþykktar.

24.3.2015

Yfirlýsing vegna flutnings háspennulína við Vallahverfi í Hafnarfirði

Vegna umræðu um að Landsnet hafi ekki staðið við samkomulag um að fjarlægja háspennulínur sem standa við Vallahverfið í Hafnarfirði vill Landsnet koma eftirfarandi á framfæri:

18.3.2015

Samningskaup um reglunaraflstryggingu 2015-2016

Landsnet óskar eftir þátttakendum í samningskaup um reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið 1. maí 2015 til og með 1. maí 2016.

16.3.2015

Laust starf - Umsjónarmaður lagers

Landsnet leitar að öflugum einstaklingi í starf umsjónarmanns lagers. Viðkomandi þarf að vera tilbúin(n) að sinna útköllum utan hefðbundins vinnutíma. Starfið heyrir undir innkaupastjóra í deild Fjármála.

24.2.2015

Landsnet leitar tilboða í byggingu tengivirkis í Helguvík

Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágang húss og spennarýma fyrir Stakk - tengivirki Helguvík í samræmi við útboðsgögn STA-01.

19.2.2015

Ársreikningur Landsnets hf. fyrir árið 2014

Lægri ársverðbólga skýrir góða rekstrarniðurstöðu.

13.2.2015

Sérfræðingur í mannauðsmálum

Landsnet leitar eftir metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi í starf sérfræðings á sviði mannauðsmála. Hér er um tímabundið starf að ræða, ráðningartími er að lágmarki til loka október mánaðar nk.

16.12.2014

Góð mæting í opið hús í Bolungarvík

Hátt í 100 manns mættu í opið hús sem Landsnet stóð fyrir í varaaflsstöðinni í Bolungarvík í gær í tilefni þess að vinnu er nú lokið við stöðina og snjallnetskerfið á Vestfjörðum.

15.12.2014

Landsnet styrkir Krýsuvíkursamtökin og Vökudeild Barnaspítala Hringsins

Í stað þess að senda jólakort veitir Landsnet hf. árlega styrki til líknar- og velferðarsamtaka sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi.

15.12.2014

Landsnets appið

Landsnets appið er komið í App store og Google Play.

12.12.2014

Opið hús í varaaflsstöð Landsnets

Í tilefni þess að vinnu er nú lokið við varaaflsstöðina í Bolungarvík og snjallnetskerfið á Vestfjörðum býður Landsnet Vestfirðingum og örðum sem áhuga hafa í heimsókn í stöðina, mánudaginn 15. desember milli kl. 16-19.