11.12.2014

Straumlaust í skamma stund á Suðurlandi

Útleysing varð á 66kV línum Landsnets sem þjóna byggðum Suðurlands og Vestmannaeyjum.

3.12.2014

Landsnet semur um nýjan jarðstreng frá Fitjum til Helguvíkur

Landsnet hefur samið við þýska fyrirtækið Nexans um kaup á jarðstreng sem lagður verður milli Njarðvíkur og Helguvíkur og tengir kísilver United Silicon við raforkuflutningskerfið. Samkomulagið, sem hljóðar upp á tæplega 1,3 milljónir evra, var undirritað af aðstoðarforstjóra Landsnets og fulltrúum Nexans í dag.

3.12.2014

Athugsemdir og ábendingar vegna matsáætlunar fyrir Sprengisandslínu

Alls bárust um 30 ábendingar og athugasemdir vegna matsáætlunar fyrir Sprengisandslínu. Flestar snúa að andmælum gegn línulögn yfir hálendið en ábendingar bárust einnig um brýna þörf fyrirhugaðra framkvæmda.

1.12.2014

Raforkukerfið slapp stóráfallalaust

Raforkuflutningskerfi Landsnets varð ekki fyrir stóráföllum í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Um níuleytið í gærkvöldi varð straumrof á Búrfellslínu 1 í skamma stund. Á Bolungarvíkurlínum 1 og 2 leysti rafmagn einnig út rétt fyrir hálf þrjú í nótt vegna veðurágangs en við það fór varaaflstöð Landsnets sjálfvirkt í gang.

30.11.2014

Landsnet í viðbragðsstöðu vegna veðurútlits

Landsnet vinnur nú eftir viðbragðsáætlun vegna veðurútlits á vestanverðu landinu í dag. Spáð er aftakaveðri í kvöld, með hættu á seltu og krapa, sem auka líkur á truflunum í flutningskerfinu með hættu á straumleysi.

26.11.2014

Brýnt að grípa til markvissra aðgerða vegna uppbyggingar flutningskerfisins

Iðnaðarráðherra segir löngu tímabært að lyfta umræðunni um uppbyggingu flutningskerfis raforku upp úr þeim skotgröfum sem hún hefur verið í með og móti einstökum framkvæmdum.

19.11.2014

Tillaga að matsáætlun Sprengisandslínu til Skipulagsstofnunar í desember

Stefnt er að því að senda tillögu að matsáætlun Sprengisandslínu til Skipulagsstofnunar í næsta mánuði en frestur til að gera athugasemdir við drög að matsáætlun verkefnisins rennur út 20. nóvember, sem er næstkomandi fimmtudagur, og geta allir sent inn athugasemdir.

18.11.2014

Byggðalína úr bráðri hættu á Breiðamerkursandi

Vegna ágangs sjávar hefur byggðalínan austan við Jökulsá á Breiðamerkursandi verið færð lengra upp á ströndina á nokkur hundruð metra kafla. Einungis er þó um bráðabirgðalausn að ræða og þörf á framtíðarlausn til að vernda innviði samfélagsins á þessum slóðum, s.s. brúar- og vegasamband, raflínu- og ljósleiðarasamband.

14.11.2014

Hillir undir betri tíma í raforkumálum á Vestfjörðum

Álagsprófunum á svæðiskerfið vestra vegna tengingar nýrrar varaaflsstöðvar Landsnets í Bolungarvík er lokið nema eitthvað óvænt komi fram við nánari greiningu gagna.Prófanirnar gengu mjög vel en leiddu jafnframt í ljós ýmsar úrbætur sem gera þarf.

14.11.2014

Snörp skoðanaskipti í Reykjavík – opið hús á Akureyri í næstu viku

Um 100 manns mættu í opið hús sem að Landsnet og Vegagerðin stóðu fyrir í rafveituheimilinu í Elliðaárdal í Reykjavík í gær. Þar voru kynnt drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar. Starfsmenn fyrirtækjanna og ráðgjafar þeirra ræddu við gesti og svöruðu spurningum.

13.11.2014

Markaðs- og þjónustustjóri Landsnets

Einar S. Einarsson hefur verið ráðinn markaðs- og þjónustustjóri Landsnets.

12.11.2014

Prófanir lofa góðu um styttingu straumleysistíma vestra

Álagsprófanir á svæðiskerfið vestra síðastliðna nótt lofa mjög góðu um að Landsnet og Orkubúið nái settu markmiði um að stytta verulega straumleysistíma á Vestfjörðum með tilkomu nýju varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík. Prófanirnar náðu til norðanverðra Vestfjarða en í nótt og næstu nótt verður látið reyna á samrekstur varaaflsstöðvarinnar og Mjólkárvirkjunar í eyjarekstri.

11.11.2014

Álagsprófanir ganga vel vestra

Álagsprófanir vegna tengingar varaaflsstöðvarinnar í Bolungarvík við svæðiskerfið vestra hafa gengið vel það sem af er en í nótt geta íbúar í Bolungarvík og á Ísafirði átt von á straumleysi, eins og auglýst hefur verið.

11.11.2014

Sprengisandslína- opið hús í Reykjavík og á Akureyri

Drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu verða kynnt í opnu húsi í Reykjavík fimmtudaginn 13. nóvember og á Akureyri 18. nóvember. Samhliða fer fram kynning á drögum að matsáætlun vegna Sprengisandsleiðar.

10.11.2014

Byggðalínan er þrítug í dag!

Starfsfólk Landsnets minntist þess með vöfflukaffi og rjómatertu í dag að 30 ár eru frá því að síðasti áfangi byggðalínuhringsins var tekinn í notkun. Lagning byggðalínunnar er eitt mesta umhverfisátak sem ráðist hefur verið í hérlendis og dró verulega úr gróðurhúsaáhrifum þegar skipt var yfir í innlenda endurnýjanlega orkugjafa í stað olíu.

7.11.2014

Álagsprófanir vegna nýrrar varaaflsstöðvar í Bolungarvík

Straumtruflanir verða hjá flestum íbúum Vestfjarða aðfararnótt 13. og 14. nóvember og aðfararnótt 12. nóvember hjá íbúum Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Ástæðan er álagsprófanir vegna lokafrágangs í umfangsmiklu uppbyggingarferli raforkumála á svæðinu sem til framtíðar á að draga verulega úr líkum á langavarandi straumleysi á Vestfjörðum.

6.11.2014

Góð mæting og málefnalegar umræður í opnu húsi um Sprengisandslínu

Opið hús var í stjórnsýsluhúsinu á Hellu í gær þar sem fulltrúar Landsnets og Vegagerðarinnar kynntu drög að matsáætlunum vegna fyrirhugaðrar Sprengisandslínu annars vegar og nýrrar Sprengisandsleiðar hins vegar. Daginn áður var haldinn sambærileg kynning í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsýslu.

5.11.2014

Umfangmestu jarðstrengjakaup Landsnets

Landsnet hefur samið við sænska kapalframleiðandann NKT Cables AB um kaup á þremur jarðstrengjum fyrir 66 kílóvolta spennu, samanlagt um 45 km að lengd, vegna fyrirhugaðra verkefna á næsta ári. Samkomulagið, sem hljóðar upp á um tvær og hálfa milljón evra var undirritað af forstjóra Landsnets og fulltrúum NKT í höfuðstöðvum Landsnets í dag.

5.11.2014

Norðlendingar áhugasamir um áform um línu og veg yfir Sprengisand – opið hús á Hellu í dag

Starfsfólk Landsnets, Vegagerðarinnar og ráðgjafar sem vinna að mati á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar eru ánægðir með þann mikla áhuga sem gestir í opnu húsi í Þingeyjasveit sýndu áformum um fyrirhugaða Sprengisandslínu og nýja Sprengisandsleið.

4.11.2014

Opið hús í dag og á morgun vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar

Drög að matsáætlun vegna Sprengisandslínu annars vegar og Sprengisandsleiðar hins vegar liggja nú frammi til kynningar fyrir almenning, hagsmunaaðila og lögbundna umsagnaraðila á heimasíðum Landsnets og Vegagerðarinnar. Athugasemdafrestur er til 20. þessa mánaðar.