3.3.2014

Landsnet leitar leiða til að draga úr kostnaði við jarðstrengslagnir

Landsnet hefur ýtt úr vör rannsóknarverkefni til að greina hagkvæmustu kosti við val á jarðstrengjum og lagningu þeirra og frágang, með tilliti til flutningsgetu, áreiðanleika, umhverfis og kostnaðar. Lykilráðgjafar eru frá danska flutningsfyrirtækinu Energinet.dk, StellaCable í Danmörku og Háskólanum í Reykjavík.

28.2.2014

Hættuástand við háspennulínur á Fjarðarheiði og víðar

Mikið fannfergi er enn til fjalla víða á Austurlandi og Vestfjörðum og hættulega stutt upp í línuleiðara á mörgum stöðum, s.s. á Fjarðarheiði eystra og á norðanverðum Vestfjörðum.

27.2.2014

Eignarnám heimilað vegna Suðurnesjalínu 2

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað Landsneti að taka eignarnámi tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga vegna framkvæmda við Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Reynt var til þrautar að ná samningum við alla landeigendur en nokkrir höfnuðu samningum og var því leitað eftir formlegri eignarnámsheimild í febrúar 2013, eins og raforkulög mæla fyrir.

21.2.2014

Sýnum aðgæslu til fjalla

Landsnet beinir þeim tilmælum til útivistarfólks og annarra sem eru á ferð nærri háspennulínum til fjalla og á hálendinu að fara varlega. Fannfergi er víða svo mikið að hættulega stutt er upp í línuleiðarana. Verst er ástandið á norðanverðum Vestfjörðum og í öryggisskyni hefur spenna verið tekin af Bolungarvíkurlínu 1.

20.2.2014

Landsent tilnefnt til menntaverðlauna atvinnulífsins 2014

Landsnet er í hópi átta fyrirtækja sem tilnefnd eru til menntaverðlauna atvinnulífsins sem veitt verða í fyrsta sinn í byrjun næsta mánaðar. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fjögur fyrirtæki eru tilnefnd sem menntafyrirtæki ársins og fjögur fyrirtæki eru tilnefnd sem menntasproti ársins og er Landsnet í þeim hópi.

19.2.2014

Landsnet með vottun í umhverfis- og vinnuöryggisstjórnun

Vottun hf. hefur staðfest að Landsnet starfrækir stjórnunarkerfi umhverfis- og vinnuöryggismála, sem samræmast kröfum í alþjóðlegu stjórnunarstöðlunum ISO 14001 og OHSAS 18001. Ari Arnalds, gæðastjóri hjá Vottun hf. afhenti forstjóra Landsnets skírteini því til staðfestingar við athöfn í gær.

18.2.2014

Launaflsvirki Landsnets á Klafastöðum við Grundartanga tekið í notkun

Nýtt launaflsvirki Landsnets á Klafastöðum við Grundartanga var formlega tekið í notkun þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti virkið við athöfn í dag. Þetta er stærsta einstaka verkefni Landsnets á liðnum árum og nam heildarkostnaður rúmum tveimur milljörðum króna. Launaflsvirkið bætir verulega rekstur raforkuflutningskerfis Landsnets, eykur afhendingaröryggi og gerir Landsneti kleift að flytja meiri orku inn á Grundartangasvæðið.

13.2.2014

Rafmagnstruflanir á Vestfjörðum

Nokkrar truflanir hafa verið síðustu daga í flutningskerfi Landsnets á Vestfjörðum vegna ísingar og bilana. Varaafl hefur verið keyrt til að brúa það bil sem upp á hefur vantað því Mjólkárstöð annar ekki öllu svæðinu.

13.2.2014

Hagnaður Landsnets árið 2013 tæplega 2,2 milljarðar króna

Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 2.183 mkr. fyrir árið 2013 samanborið við hagnað að fjárhæð 801 mkr. á árinu 2012.

12.2.2014

Landsnet og PCC semja um orkuflutning fyrir kísilver á Bakka

Landsent hefur undirritað samkomulag um raforkuflutninga við PCC BakkiSilicon hf., dótturfyrirtæki þýska félagsins PCC SE, sem hyggst byggja kísilver á Bakka við Húsavík. Þetta er fyrsti samningurinn sem Landsnet gerir vegna fyrirhugaðrar iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Áætluð aflþörf fyrsta áfanga verksmiðjunnar er 52 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemin hefjist árið 2017.

11.2.2014

Ný skýrsla um líftímakostnað loftlína og jarðstrengja

Skýrsla sem Verkfræðistofan Efla vann fyrir Landsnet um líftímakostnað loftlína og jarðstrengja sýnir að kostnaðurinn er algerlega háður aðstæðum hverju sinni og því ekki hægt að fastsetja ákveðið hlutfall. Niðurstöðurnar sýna einnig að verulegur munur getur verið á kostnaði jarðstrengja eftir aðstæðum en þær hafa heldur minni áhrif á kostnað loftlína.

10.2.2014

Orsök straumleysis á Austurlandi

Röð atvika í flutningskerfi Landsnets leiddi til þess að rafmagn fór af Austurlandi sl. laugardagsmorgun, þ.á.m. af kerskála Fjarðaáls í Reyðarfirði. Upphaf atburðarrásarinnar má rekja til bilunar í stjórnbúnaði spennis við Sigölduvirkjun.

7.2.2014

Landsnet á framadögum háskólanna

Fjölmargir heimsóttu kynningarbás Landsnets á framadögum háskólanna sem fram fóru í Háskólanum í Reykjavík í gær, fimmtudaginn 5. febrúar, og fengu kynningu á fyrirtækinu og starfsemi þess ásamt upplýsingum um laus störf.

31.1.2014

Sumarvinna háskólanema

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf háskólanema.

30.1.2014

Engin hækkun á flutningsgjaldskrá Landsnets til almennings

Flutningsgjaldskrá Landsnets til dreifiveitna, og þar með almennings, var ekki hækkuð um áramótin og var sú ákvörðun tekin með tilliti til þeirrar umræðu sem er í þjóðfélaginu vegna baráttunnar gegn verðlagshækkunum.

23.1.2014

Ný aðveitustöð RARIK og afhendingarstaður Landsnets tekin í notkun á Höfn

Afhendingargeta raforku tvöfaldast á Hornafjarðarsvæðinu og afhendingaröryggi eykst stórlega með tilkomu nýrrar aðveitustöðvar RARIK á Höfn í Hornafirði og nýjum útgangi Landsnets í aðveitustöð á Hólum ásamt 132 kV tengingu frá Hólum til Hafnar.

22.1.2014

Nýr viðbótaráfangi í tengivirki Landsnets á Stuðlum tekinn formlega í notkun

Endurbótum og stækkun á tengivirki Landsnets á Stuðlum við Reyðarfjörð er nýlega lokið og tók bæjarstjóri Fjarðabyggðar virkið formlega í notkun við athöfn í dag. Samhliða hefur Stuðlalína 1 verið spennuhækkuð. Þessar framkvæmdir eru fyrsti áfanginn í aðgerðaráætlun Landsnets til að auka flutningsgetu og áreiðanleika svæðisflutningakerfisins á Austurlandi.

15.1.2014

Nýr snjóbíll Landsnets á Austurlandi

Landsnet hefur fengið afhentan nýjan snjóbíl sem staðsettur verður á Austurlandi og bætir tilkoma hans til muna getu fyrirtækisins í að bregðast við áföllum, eins og dunið hafa á línukerfið undanfarnar vikur.

10.1.2014

Búðarhálslína og nýtt tengivirki Landsnets formlega tekin í notkun

Nýtt tengivirki Landsnets við Búðarháls og Búðarhálslína 1 voru tekin formlega í notkun þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti virkið í dag - og tengdi þar með Búðarhálsvirkjun við meginflutningskerfi Landsnets. Prófanir á vélbúnaði virkjunarinnar fara nú í hönd og hefst raforkuframleiðsla inn á kerfið innan tíðar. Búðarhálstengivirkið er hannað með það fyrir augum að hægt verði að stækka það síðar, verði t.d. ný flutningslína til Norðurlands, svokölluð Norður-suðurtenging, byggð.

10.1.2014

Leyfisveiting Orkustofnunar vegna Suðurnesjalínu 2 kærð

Leyfisveiting Orkustofnunar til Landsnets um að reisa og reka Suðurnesjalínu 2 hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Skal úrskurður nefndarinnar liggja fyrir eins fljótt og kostur er.