20.12.2013

Þakkir til íbúa Hafnar í Hornafirði

Landsnet þakkar íbúum Hafnar fyrir þolinmæðina meðan á framkvæmdum stóð við lagningu 132 kV jarðstrengs frá Ægissíðu að dísilstöð RARIK við Krosseyjarveg.

19.12.2013

Mannauðurinn mikilvægur hjá Landsneti

Landsnet stendur fyrir á sjötta tug námskeiða á fyrri hluta næsta árs fyrir starfsmenn en rík áhersla er lögð á að þeir sem vinna hjá fyrirtækinu geti aukið þekkingu sína og hæfni - til að vera betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem Landsnet stendur frammi fyrir.

16.12.2013

Landsnet styrkir Geðhjálp og Leiðarljós

Leiðarljós, stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og alvarlega langvinna sjúkdóma, og Geðhjálp fengu í dag afhenta fjárhagsstyrki frá Landsneti sem ætlaðir eru til að styrkja hið góða og öfluga starf sem fram fer hjá þessum samtökum.

13.12.2013

Nýtt mat á framkvæmdakostnaði við 220 kV jarðstreng og líftímakostnaðarmat á 220 kV línu og jarðstreng

Nýtt líftímamat á 220 kV línu og jarðstreng annars vegar og mat á framkvæmdakostnaði við 220 kV jarðstreng hins vegar sem unnin eru fyrir Landsnet voru kynnt á fjölmennum morgunverðarfundi Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands á Grand hótel í Reykjavík í morgun. Þar kom m.a. fram að núvirtur líftímakostnaður 220 kV jarðstrengs í í útjaðri íbúabyggðar er hátt í 270 milljónir króna á km á meðan líftímakostnaður 220 kV loftlínu við sömu aðstæður er ríflega 105 milljónir króna.

12.12.2013

Búðarhálslína tilbúin fyrir raforkuflutning

Búðarhálslína 1, sem flytja mun raforku frá Búðarhálsvirkjun, hefur nú verið tengd við meginflutningskerfi Landsnets ásamt nýju tengivirki við Búðarháls. Raforkuflutningur frá Búðarhálsvirkjun á að hefjast í byrjun næsta árs.

9.12.2013

Drög að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar Landsnets kynnt í mars

Stefnt er að því að drög að skýrslu vegna umhverfismats á kerfisáætlun Landsnets liggi fyrir í marsmánuði en þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að umhverfismati á kerfisáætlun fyrirtækisins. Alls bárust 10 athugasemdir við matslýsingu sem kynnt var í byrjun nóvember og telur Landsnet að hægt verði að taka tillit til flestra þeirra við matsvinnuna.

6.12.2013

Orkustofnun gefur grænt ljós á byggingu Suðurnesjalínu 2

Orkustofnun hefur veitt leyfi fyrir byggingu og rekstri Suðurnesjalínu 2, rúmlega 32 km langrar 220 kV loftlínu sem verður fyrst um sinn rekin á 132 kV spennu, frá tengivirki við Hamranes í Hafnafirði um Voga, Reykjanesbæ og Grindavíkurbæ að tengivirki við Rauðamel, um fimm km norðan við Svartsengi.

5.12.2013

Vinnuslys í Þórudal

Líðan starfsmanns Landsnets á Austurlandi sem slasaðist alvarlega í gær er eftir atvikum. Hann hlaut áverka bæði á höfði og á hálsi. Gert var að sárum hans á Egilsstöðum og var hann síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var undir eftirliti lækna á gjörgæslu Landspítalans í nótt en er nú kominn á almenna deild.

4.12.2013

Aukið afhendingaröryggi raforku í Borgarfirði og á Snæfellsnesi

Áætlað er að framkvæmdum við stækkun tengivirkis Landsnets á Vatnshömrum í Borgarfirði ljúki í janúar 2014. Stækkunin eykur afhendingaröryggi raforku á Vesturlandi og eiga notendur ekki að verða fyrir neinum truflunum meðan á framkvæmdum stendur.

29.11.2013

Hert á öryggismálum í kjölfar alvarlegs óhapps

Landsnet ætlar í kjölfar alvarlegs óhapps á dögunum að efna til kynningarherferðar um öryggismál og mikilvægi þess að tryggja að verktakar og aðrir framkvæmdaaðilar taki tillit til háspennumannvirkja við áhættugreiningu verkefna.

25.11.2013

Tengivirki á Ísafirði að taka á sig mynd

Nýtt tengivirki Landsnets innan við Ísafjarðarbæ er nú óðum að taka á sig mynd. Steypuvinnu er lokið, búið er að setja upp límtrésbita og vinna hafin við að ganga frá þakeiningum.

15.11.2013

Frumvarp væntanlegt á næstunni um uppbyggingu flutningskerfisins

Iðnaðarráðherra hyggst á næstunni leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum sem ætlað er að treysta grundvöll og undirbúning kerfisáætlunar Landsnets um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

13.11.2013

Nýtt beltatæki Landsnets reynist vel

Sérútbúið beltatæki fyrir vinnu við háspennulínur og möstur sem Landsnet hefur fest kaup á kom að góðum notum á Hallormsstaðahálsi á dögunum þegar skipta þurfti um brotna einangra og lagfæra leiðara á Fljótsdalslínu 2.

11.11.2013

Varaafl á Vestfjörðum

Byggingu nýs tengivirkis og varaaflstöðvar Landsnets í Bolungarvík miðar vel áfram og er stefnt að því að stöðin verði tekin í notkun í október 2014. Hún á að tryggja orkuafhendingu á norðanverðum Vestfjörðum og tengivirkið leysir af hólmi núverandi virki í Bolungarvík sem er á snjóflóðahættusvæði. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er um hálfur annar milljarður króna.

7.11.2013

Lærdómsrík neyðaræfing

Um 300 manns tóku á einn eða annan hátt þátt í neyðaræfingu þar sem æfð voru viðbrögð vegna stórfellds eldgoss í Vatnajökli sem stöðvaði raforkuframleiðslu og –flutninga frá Þjórsársvæðinu og olli alvarlegum raforkuskorti á landinu, aðallega á Suðvestur- og Vesturlandi.

5.11.2013

Nýr afhendingarstaður Landsnets á Höfn í Hornafirði

Landsnet vinnur að uppsetningu á nýjum afhendingarstað raforku á Höfn í Hornafirði en verkefnið er liður í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja.

4.11.2013

Neyðaræfing 1311

Landsnet hefur á undanförnum árum æft viðbrögð við meiriháttar náttúruvá eins og eldgosum, jarðskjálftum, öskufalli og mikilli ísingu. Hafa allar þessar æfingar skilað mikilvægum athugasemdum sem hafa verið nýttar til að endurbæta áætlanir fyrirtækisins.

4.11.2013

Endurbætur á Tálknafjarðarlínu

Starfsmenn Landsnets, Orkubús Vestfjarða og verktakar hafa undanfarið unnið að endurbótum á Tálknafjarðarlínu 1, milli Mjólkárvirkjunar og Tálknafjarðar, til að bæta rekstraröryggi línunnar en nokkuð hefur verið um truflanir á henni í verstu veðrum.

31.10.2013

Þeistareykjalína 2 spennusett

Þeistareykjalína 2, 66 kV jarðstrengur að Þeistareykjum, var spennusett 29. október sl. Strengurinn liggur um 11 km leið frá Kópaskerslínu 1 við Höfuðreiðarmúla að Þeistareykjum.

30.10.2013

Landsnet kynnir matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar

Landsnet hefur ákveðið að vinna umhverfismat kerfisáætlunar 2014-2023 samhliða mótun áætlunarinnar. Ákvörðunin byggir á úrskurði umhverfis- og auðlindaráðherra frá 21. maí 2013 og geta hagsmunaðilar gert athugasemdir við matslýsingu næstu fjórar vikurnar.