HR og Landsnet í samstarf
Háskólinn í Reykjavík og Landsnet hafa undirritað samstarfssamning um eflingu rannsókna og menntunar á sviðum áhættugreiningar, raforkuflutnings, kerfisreksturs og upplýsingatækni.
Árshlutareikningur Landsnets hf. fyrir tímabilið janúar-júní 2013
Hagnaður tímabilsins nam 1.488 milljónum króna
Lagningu sæstrengs til Vestmannaeyja lokið
Lagningu Vestmannaeyjastrengs 3, tæplega 13 kílómetra langs sæstrengs milli lands og Eyja, lauk síðdegis föstudaginn 12. júlí eftir fjögurra daga snarpa vinnutörn. Stefnt er að því að ljúka lagningu jarðstrengja að sæstrengnum á Landeyjasandi og í Vestmannaeyjum á næstu vikum og standa vonir til þess að tengivinnu verði lokið í ágústmánuði.
Opnun tilboða BOL-32 Díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík
Tilboð díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík skv. útboðsgögnum BOL-32 dags. í júní 2013, voru opnuð þann 2. júlí 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík kl. 14:00
Slæmar veðurhorfur tefja framkvæmdir við sæstreng
Djúp lægð sem væntanleg er upp að sunnanverðu landinu á föstudag setti strik í þau áform Landsnets að hefja lagningu nýs sæstrengs, Vestmannaeyjastrengs 3, milli Landeyjafjöru og Vestmannaeyja í gærkvöldi. Vonir standa til að hægt verði að leggja strenginn þegar líður á næstu viku.
Nýr rafstrengur til Vestmannaeyja
Framkvæmdir standa nú yfir við lagningu nýs sæstrengs til Vestmannaeyja - Vestmannaeyjastreng 3 - og er stefnt að því að klára verkið í júlí og tengja, eða spennusetja hann síðsumars eða í haust.
Opnun tilboða BOL-03 - Jarðvinna
Tilboð í "jarðvinnu" skv. útboðsgögnum BOL-03 dags. í júní 2013, voru opnuð þann 25. júní 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík kl. 14.03
Opnun tilboða STU-01 Tengivirkið Stuðlum, byggingarvirki
Tilboð í tengivirkið Stuðlum, byggingarvirki skv. útboðsgögnum STU-01 dags. í júní 2013, voru opnuð þann 7. júní 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík kl. 14:00
Opnun tilboða ISA-01 Tengivirki á Ísafirði, byggingavirkið
Tilboð í "Tengivirki á Ísafrirði, byggingavirki" skv. útboðsgögnum ISA-01 dags. í júní 2013, voru opnuð þann 7. júní 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík kl. 10:15
Útboð BOL- 32 Díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík
Landsnet óskar eftir tilboðum í afhendingu og uppsetningu á 6 stk. díselrafstöðvum ásamt fylgibúnaði fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík í samræmi við útboðsgögn BOL-32. Verkið felur í sér framleiðslu, afhendingu, uppsetningu ásamt prófunum á 6 díeselrafstöðvum og fylgibúnaði ásamt því að vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum BOL-32
Opnun tilboða - Jarðstrengur 66kV – Jarðvinna og lagning
Tilboð í Jarðstrengur 66kV – Jarðvinna og lagning voru opnuð kl. 14:00, 21. maí 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík.
Útboð STU-01 Tengivirki Stuðlum Byggingarvirki
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu og byggingu undirstaða og spenniþróa vegna stækkunar tengivirkis í landi Stuðla við Reyðarfjörð og vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum STU-01.
ÚTBOÐ ISA-01 Tengivirki á Ísafirði
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágang húss og lóðar fyrir nýtt tengivirki á Ísafirði í samræmi við útboðsgögn ISA-01. Verkið felur í sér jarðvinnu og byggingu staðsteypts húss yfir rofabúnað, spenna og stjórnbúnað á einni hæð. Húsið verður í tveimur hlutum, rofasalur og spennahólf sem verða samtals um 300 m² að grunnfleti og stjórnhluti sem verður um 70 m² að grunnfleti.
Tveir 100 MVA varaspennar Landsnets komnir til landsins
Vegna langs framleiðslutíma og til að stytta viðgerðartíma spenna hefur Landsnet nú fjárfest í tveimur 100 MW aflspennum, 220/132 kV, sem eru hannaðir með þeim hætti að þeir geta leyst af sambærilega spenna í flutningskerfinu.
Raforkuafhending skert fyrir norðan og austan vegna lélegs vatnsbúskapar
Síðustu daga hefur Landsnet þurft að skerða afhendingu rafmagns til nærri allra kaupenda svokallaðrar skerðanlegrar raforku á Norður- og Austurlandi og er allt útlit fyrir að það ástand muni vara áfram í þessum landshlutum næstu vikurnar. Ástæðan er lélegur vatnsbúskapur stærstu vatnsaflsvirkjana í landshlutunum og takmörkuð flutningsgeta Byggðalínu til að flytja rafmagn frá Suðvesturlandi til Norðausturlands.
Konur taka yfir Stjórnstöð Landsnets
Opinn kynningarfundur Landsnets 19. mars 2013
Samfélagslegt hlutverk og rekstrarumhverfi Landsnets í brennidepli
Álag á orkuflutningskerfi Landsnets í sögulegu hámarki
Í síðustu viku var raforkunotkun í landinu í sögulegu hámarki en alla vikuna var óvenju mikið álag á raforkukerfið. Álagið náði hámarki í óveðrinu rétt fyrir hádegi miðvikudaginn 6. mars en þá mældist 5 mínútna afltoppur 2.222 MW og er það í fyrsta skipti sem afltoppur í flutningskerfinu mælist yfir 2.200 MW.