Útboð BOL- 32 Díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík
Landsnet óskar eftir tilboðum í afhendingu og uppsetningu á 6 stk. díselrafstöðvum ásamt fylgibúnaði fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík í samræmi við útboðsgögn BOL-32. Verkið felur í sér framleiðslu, afhendingu, uppsetningu ásamt prófunum á 6 díeselrafstöðvum og fylgibúnaði ásamt því að vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum BOL-32
Opnun tilboða - Jarðstrengur 66kV – Jarðvinna og lagning
Tilboð í Jarðstrengur 66kV – Jarðvinna og lagning voru opnuð kl. 14:00, 21. maí 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík.
Útboð STU-01 Tengivirki Stuðlum Byggingarvirki
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu og byggingu undirstaða og spenniþróa vegna stækkunar tengivirkis í landi Stuðla við Reyðarfjörð og vinna það annað sem tiltekið er og lýst í útboðsgögnum STU-01.
ÚTBOÐ ISA-01 Tengivirki á Ísafirði
Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, byggingu og fullnaðarfrágang húss og lóðar fyrir nýtt tengivirki á Ísafirði í samræmi við útboðsgögn ISA-01. Verkið felur í sér jarðvinnu og byggingu staðsteypts húss yfir rofabúnað, spenna og stjórnbúnað á einni hæð. Húsið verður í tveimur hlutum, rofasalur og spennahólf sem verða samtals um 300 m² að grunnfleti og stjórnhluti sem verður um 70 m² að grunnfleti.
Tveir 100 MVA varaspennar Landsnets komnir til landsins
Vegna langs framleiðslutíma og til að stytta viðgerðartíma spenna hefur Landsnet nú fjárfest í tveimur 100 MW aflspennum, 220/132 kV, sem eru hannaðir með þeim hætti að þeir geta leyst af sambærilega spenna í flutningskerfinu.
Raforkuafhending skert fyrir norðan og austan vegna lélegs vatnsbúskapar
Síðustu daga hefur Landsnet þurft að skerða afhendingu rafmagns til nærri allra kaupenda svokallaðrar skerðanlegrar raforku á Norður- og Austurlandi og er allt útlit fyrir að það ástand muni vara áfram í þessum landshlutum næstu vikurnar. Ástæðan er lélegur vatnsbúskapur stærstu vatnsaflsvirkjana í landshlutunum og takmörkuð flutningsgeta Byggðalínu til að flytja rafmagn frá Suðvesturlandi til Norðausturlands.
Konur taka yfir Stjórnstöð Landsnets
Opinn kynningarfundur Landsnets 19. mars 2013
Samfélagslegt hlutverk og rekstrarumhverfi Landsnets í brennidepli
Álag á orkuflutningskerfi Landsnets í sögulegu hámarki
Í síðustu viku var raforkunotkun í landinu í sögulegu hámarki en alla vikuna var óvenju mikið álag á raforkukerfið. Álagið náði hámarki í óveðrinu rétt fyrir hádegi miðvikudaginn 6. mars en þá mældist 5 mínútna afltoppur 2.222 MW og er það í fyrsta skipti sem afltoppur í flutningskerfinu mælist yfir 2.200 MW.
Framkvæmdir við nýjan sæstreng
Öruggt dreifikerfi - líka á Suðurnesjum
Grein eftir Þórð Guðmundsson forstjóra Landsnets sem birtist í Fréttablaðinu 28.02.2013
Fyrirvaralaus álagsbreyting olli straumleysi norðan- og austanlands
Mikil álagslækkun á Suðvesturlandi um hádegisbil laugardaginn 23. febrúar olli yfirlestun á byggðalínunni og bilun í framleiðslueiningu á Norðausturlandi skömmu síðar olli því að rafmagnslaust varð á nánast öllu Norðausturlandi um tíma.
Til hamingju allir starfsmenn Landsnets!
Þann 17. desember s.l. var gerð svokallað „Aðlagað eftirlit“ hjá Landsneti. Slíkt eftirlit gengur út á að skoða skipulag og virkni innra vinnuverndarstarfs hjá Landsneti og að vinnuaðstæður starfsmanna séu í samræmi við lög og reglur.
Heimsmet undirbúið!
Þann 14. janúar síðastliðinn skrifaði Þórður Guðmundsson undir samning á milli Landsnets og ABB AB um framleiðslu og lagningu sæstrengs til Vestmannaeyja.
Framadagar í Háskóla Reykjavíkur
Framadagar voru haldnir í Háskólanum í Reykjavík 6. febrúar s.l.
Framkvæmdir við Klafastaði á Grundartanga
Framkvæmdir við nýtt launaflsvirki Landsnets á Klafastöðum við Grundartanga eru nú í fullum gangi.
Sumarvinna unglinga og háskólanema
Á hverju sumri veitir Landsnet hópi skólafólks á framhaldsskólastigi vinnu við margvísleg störf, s.s. viðhaldsverkefni, umhirðu og uppgræðslustörf. Tekið er á móti umsóknum ungmenna sem fædd eru á árunum 1993-1997.
Skemmdir á flutningskerfinu í óveðri í lok árs 2012
Miklar skemmdir urðu á flutningskerfi Landsnets á Vesturlandi í óveðrinu sem skall á landið 29. desember síðastliðinn. Einnig urðu minniháttar skemmdir á flutningskerfinu á Vestfjörðum. Starfsmenn netrekstrardeildar stóðu í ströngu við viðgerðir í erfiðum aðstæðum.