Vinnuslys í Þórudal
Líðan starfsmanns Landsnets á Austurlandi sem slasaðist alvarlega í gær er eftir atvikum. Hann hlaut áverka bæði á höfði og á hálsi. Gert var að sárum hans á Egilsstöðum og var hann síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var undir eftirliti lækna á gjörgæslu Landspítalans í nótt en er nú kominn á almenna deild.
Aukið afhendingaröryggi raforku í Borgarfirði og á Snæfellsnesi
Áætlað er að framkvæmdum við stækkun tengivirkis Landsnets á Vatnshömrum í Borgarfirði ljúki í janúar 2014. Stækkunin eykur afhendingaröryggi raforku á Vesturlandi og eiga notendur ekki að verða fyrir neinum truflunum meðan á framkvæmdum stendur.
Hert á öryggismálum í kjölfar alvarlegs óhapps
Landsnet ætlar í kjölfar alvarlegs óhapps á dögunum að efna til kynningarherferðar um öryggismál og mikilvægi þess að tryggja að verktakar og aðrir framkvæmdaaðilar taki tillit til háspennumannvirkja við áhættugreiningu verkefna.
Tengivirki á Ísafirði að taka á sig mynd
Nýtt tengivirki Landsnets innan við Ísafjarðarbæ er nú óðum að taka á sig mynd. Steypuvinnu er lokið, búið er að setja upp límtrésbita og vinna hafin við að ganga frá þakeiningum.
Frumvarp væntanlegt á næstunni um uppbyggingu flutningskerfisins
Iðnaðarráðherra hyggst á næstunni leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum sem ætlað er að treysta grundvöll og undirbúning kerfisáætlunar Landsnets um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Nýtt beltatæki Landsnets reynist vel
Sérútbúið beltatæki fyrir vinnu við háspennulínur og möstur sem Landsnet hefur fest kaup á kom að góðum notum á Hallormsstaðahálsi á dögunum þegar skipta þurfti um brotna einangra og lagfæra leiðara á Fljótsdalslínu 2.
Varaafl á Vestfjörðum
Byggingu nýs tengivirkis og varaaflstöðvar Landsnets í Bolungarvík miðar vel áfram og er stefnt að því að stöðin verði tekin í notkun í október 2014. Hún á að tryggja orkuafhendingu á norðanverðum Vestfjörðum og tengivirkið leysir af hólmi núverandi virki í Bolungarvík sem er á snjóflóðahættusvæði. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er um hálfur annar milljarður króna.
Lærdómsrík neyðaræfing
Um 300 manns tóku á einn eða annan hátt þátt í neyðaræfingu þar sem æfð voru viðbrögð vegna stórfellds eldgoss í Vatnajökli sem stöðvaði raforkuframleiðslu og –flutninga frá Þjórsársvæðinu og olli alvarlegum raforkuskorti á landinu, aðallega á Suðvestur- og Vesturlandi.
Nýr afhendingarstaður Landsnets á Höfn í Hornafirði
Landsnet vinnur að uppsetningu á nýjum afhendingarstað raforku á Höfn í Hornafirði en verkefnið er liður í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja.
Neyðaræfing 1311
Landsnet hefur á undanförnum árum æft viðbrögð við meiriháttar náttúruvá eins og eldgosum, jarðskjálftum, öskufalli og mikilli ísingu. Hafa allar þessar æfingar skilað mikilvægum athugasemdum sem hafa verið nýttar til að endurbæta áætlanir fyrirtækisins.
Endurbætur á Tálknafjarðarlínu
Starfsmenn Landsnets, Orkubús Vestfjarða og verktakar hafa undanfarið unnið að endurbótum á Tálknafjarðarlínu 1, milli Mjólkárvirkjunar og Tálknafjarðar, til að bæta rekstraröryggi línunnar en nokkuð hefur verið um truflanir á henni í verstu veðrum.
Þeistareykjalína 2 spennusett
Þeistareykjalína 2, 66 kV jarðstrengur að Þeistareykjum, var spennusett 29. október sl. Strengurinn liggur um 11 km leið frá Kópaskerslínu 1 við Höfuðreiðarmúla að Þeistareykjum.
Landsnet kynnir matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar
Landsnet hefur ákveðið að vinna umhverfismat kerfisáætlunar 2014-2023 samhliða mótun áætlunarinnar. Ákvörðunin byggir á úrskurði umhverfis- og auðlindaráðherra frá 21. maí 2013 og geta hagsmunaðilar gert athugasemdir við matslýsingu næstu fjórar vikurnar.
Landsnet lækkar gjaldskrá upprunaábyrgða endurnýjanlegrar orku
Gjaldskrá Landsnets vegna upprunaábyrgðar á raforku hefur verið lækkuð um tæplega 40% þar sem tekjur fyrirtækisins af útgáfu upprunaskírteinanna hafa reynst umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir þegar útgáfa þeirra hófst fyrir tæpum tveimur árum.
Snjöll orkunýting í Eyjum
Landsnet hefur boðið hagsmunaaðilum í Vestmannaeyjum til samstarfs um betri orkunýtingu í Vestmannaeyjum og var hugmyndin kynnt í tengslum við formlega spennusetningu nýs sæstrengs til Eyja á dögunum.
Aukinn kostnaður vegna flutningstapa í raforkukerfinu
Verð á rafmagni sem Landsnet kaupir til að mæta flutningstapi í raforkukerfinu hækkaði umtalsvert í nýafstöðnu útboði og mun það leiða til gjaldskrárhækkunar á flutningstöpum hjá fyrirtækinu. Lætur nærri að verðið hækki um helming milli ára en undanfarin ár hefur meðalverðið farið lækkandi. Meginskýringin á hækkuninni nú er minna framboð raforku og meiri töp í flutningskerfinu.
Svar við opnu bréfi til Landsnets
Raforkukerfi Landsnets gegnir mikilvægu hlutverki sem þjóðbraut raforkunnar og á að tryggja almenningi og fyrirtækjum landsins öruggan aðgang að rafmagni – sem fæstir geta verið án í okkar nútímasamfélagi.
Nýr sæstrengur Landsnets til Vestmannaeyja tekinn í gagnið
Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, spennusetti í dag Vestmannaeyjastreng 3 en aðeins er rúmt ár frá því ákveðið var að flýta strenglögninni til að tryggja orkuöryggi Vestmannaeyja til næstu framtíðar. Mun slíkur framkvæmdahraði við lagningu sæstrengs vera óþekktur í heiminum. Upplýst var við athöfnina í dag að þörf væri fyrir enn annan sæstreng til Eyja innan næsta áratugar og væri undirbúningur þess verkefnis þegar hafinn hjá Landsneti.
Umfangsmikil viðbúnaðaræfing Landsnets í undirbúningi
Alvarlegt atvik tengt náttúruhamförum sem hefur mikil áhrif á allt raforkukerfið og raforkuafhendingu á öllu landinu er þema umfangsmikillar viðbúnaðaræfingar Landsnets sem fram fer í byrjun nóvembermánaðar.
GARPUR í tímariti Háskólans í Reykjavík
Fjallað er um rannsóknarverkefnið GARPUR, sem á dögunum 1,2 milljarða styrk úr 7. rammaáætlun Evrópusambandsins, í nýjasta tölublaði tímarits Háskólans í Reykjavík en skólinn og Landsnet standa að verkefninu ásamt öðrum evrópskum háskólum, rannsóknarstofnunum og raforkuflutningsfyrirtækjum.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR