Truflun í flutningskerfinu
Umtalsverð truflun varð í rekstri flutningskerfis Landsnets rétt fyrir kl. 18 í gærkvöldi vegna útleysingar stóriðju á Suðvesturlandi.
Góður gangur í byggingu nýs tengivirkis Landsnets á Ísafirði
Framkvæmdir við nýtt tengivirki Landsnets á Ísafirði ganga vel og stefnt að því að það verði komið í gagnið um mitt næsta sumar. Verkefnið er unnið í samvinnu við Orkubú Vestfjarða og er áætlaður heildarkostnaður við það um hálfur milljarður króna.
Fimm staurastæður brotnar í Laxárlínu 1
Við skoðun á Laxárlínu 1 í gær kom í ljós að fimm staurastæður hafa brotnað í línunni vegna ísingarálags í óveðrinu sem gekk yfir landið um og upp úr helgi. Töluverðar truflanir urðu í flutningskerfi Landsnets í óveðrinu en þetta eru einu skakkaföllin sem kerfið varð fyrir svo vitað sé.
Truflanir í flutningskerfi vegna óveðurs en lítið um straumleysi
Raforkuflutningskerfi Landsnets hefur ekki orðið fyrir neinum stóráföllum í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag. Útleysingar hafa orðið á flutningslínum á nokkrum stöðum en þær hafa ekki valdið rafmagnsleysi, nema stutta stund í gærkvöldi í Vík í Mýrdal og nágrannasveitum.
Spálíkön um ísingu á raflínum að líta dagsins ljós
Landsnet hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir og unnið að þróun aðferða til að herma áhleðslu ísingar á raflínur. Vonir standa til að innan tíðar verði hægt að beita veðurfarslíkönum og sérstökum ísingarlíkönum til að kortleggja og herma þessa þætti og spá í framhaldinu nokkra daga fram í tímann fyrir um ísingu á loftlínum. Í tengslum við verkefnið hafa íslenskir sérfræðingar aðstoðað við mat á ísingarhættu vegna línulagna í Kanada.
Yfirstjórn Landsnets í vettvangsferð á hálendinu og eystra
Stjórn og framkvæmdastjórn Landsnets lögðu á dögunum land undir fót og skoðuðu fyrirhugaðar línuleiðir yfir hálendið og á Norðaustur- og Austurlandi, heimsóttu virkjanir og skiptust á skoðunum við sveitarstjórnarmenn. Ferðin stóð yfir á fjórða dag og var mjög upplýsandi fyrir bæði fulltrúa Landsnets og viðmælendur þeirra.
Nýtt spennivirki á Grundartanga
Þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets
Ef ekki verður farið í frekari uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi mun það á næstu árum leiða af sér ýmsa erfiðleika hjá raforkunotendum og kosta þjóðfélagið milli þrjá og 10 milljarða króna á ári – eða á bilinu 36 – 144 milljarða króna næsta aldarfjórðunginn samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir Landsnet.
Háspennulína yfir Sprengisand
Landsnet kærir ákvörðun Skipulagsstofnunar um Kröflulínu 3
Landsnet hefur sent úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála kæru vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 9. ágúst 2013 um tillögu að matsáætlun Kröflulínu 3, nýrrar 220 kV háspennulínu frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirki við Fljótsdalsstöð.
ESB styrkurinn - viðtöl á RÚV
HR og Landsnet í samstarf
Háskólinn í Reykjavík og Landsnet hafa undirritað samstarfssamning um eflingu rannsókna og menntunar á sviðum áhættugreiningar, raforkuflutnings, kerfisreksturs og upplýsingatækni.
Árshlutareikningur Landsnets hf. fyrir tímabilið janúar-júní 2013
Hagnaður tímabilsins nam 1.488 milljónum króna
Lagningu sæstrengs til Vestmannaeyja lokið
Lagningu Vestmannaeyjastrengs 3, tæplega 13 kílómetra langs sæstrengs milli lands og Eyja, lauk síðdegis föstudaginn 12. júlí eftir fjögurra daga snarpa vinnutörn. Stefnt er að því að ljúka lagningu jarðstrengja að sæstrengnum á Landeyjasandi og í Vestmannaeyjum á næstu vikum og standa vonir til þess að tengivinnu verði lokið í ágústmánuði.
Opnun tilboða BOL-32 Díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík
Tilboð díeselrafstöðvar fyrir nýtt tengivirki í Bolungarvík skv. útboðsgögnum BOL-32 dags. í júní 2013, voru opnuð þann 2. júlí 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík kl. 14:00
Slæmar veðurhorfur tefja framkvæmdir við sæstreng
Djúp lægð sem væntanleg er upp að sunnanverðu landinu á föstudag setti strik í þau áform Landsnets að hefja lagningu nýs sæstrengs, Vestmannaeyjastrengs 3, milli Landeyjafjöru og Vestmannaeyja í gærkvöldi. Vonir standa til að hægt verði að leggja strenginn þegar líður á næstu viku.
Nýr rafstrengur til Vestmannaeyja
Framkvæmdir standa nú yfir við lagningu nýs sæstrengs til Vestmannaeyja - Vestmannaeyjastreng 3 - og er stefnt að því að klára verkið í júlí og tengja, eða spennusetja hann síðsumars eða í haust.
Opnun tilboða BOL-03 - Jarðvinna
Tilboð í "jarðvinnu" skv. útboðsgögnum BOL-03 dags. í júní 2013, voru opnuð þann 25. júní 2013 á skrifstofu Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík kl. 14.03
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR