Breyting á gjaldi virkjana í takt við nýja tíma
Þann 1.apríl verður breyting á flutningsgjaldskrá Landsnets, gjaldskrá framleiðenda mun hækka en lækka hjá stórnotendum og dreifiveitum.
Opin hús vegna mats á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3
Fram undan eru opin hús þar sem lagðar verða fram upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3, sem mun liggja milli Blöndustöðvar og Akureyrar.
Án nýrrar byggðalínu er tómt mál að tala um aukna orkuvinnslu, orkuskipti eða loftslagsmarkmið
Skýrsla ráðherra um stöðu og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna í loftslagsmálum var kynnt nýlega. Það er ánægjulegt að þau sjónarmið sem við hjá Landsneti höfum talað fyrir fá undirtektir hjá höfundum skýrslunnar.
Nýr landsnet.is í loftið
Í dag fór nýr vefur Landsnets í loftið, vefur sem unnin var í samvinnu við Advania og EnnEmm auglýsingastofu og við erum mjög spennt að kynna hér fyrir ykkur.
Fyrsta skóflustungan í Reykjaneslínu 1 - áfangi í Suðurnesjalínu 2
Framkvæmdir við Reykjaneslínu 1 hófust í dag með slóðagerð nærri tengivirkinu við Rauðamel. Reykjaneslína 1 er hluti af Suðurnesjalínu 2 verkefninu og mun liggja frá nýju tengivirki á Njarðvíkurheiði og tengjast inn á Rauðamelslínu 1 við Rauðamel.
Hætta við háspennulínur
Varað er við hættu sem skapast hefur víða um land vegna snjósöfnunar undir og við háspennulínur.
Tugir truflana í flutningskerfinu, rafmagnsleysi og bilanir
Veðrið í gær og nótt olli mikilli áraun á flutningskerfi Landsnets og víðtækar truflanir urðu á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum.
Áfram mikil fjárfestingarþörf í flutningskerfinu
Ársreikningur Landsnets 2021 var samþykktur á fundi stjórnar í dag, 17. febrúar 2022.
Ný greining staðfestir spá um orkuskort
Ný greining um afl- og orkujöfnuð staðfestir þá niðurstöðu frá sambærilegri greiningu sem unnin var 2019 að orkuskortur verði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki verður brugðist skjótt við.
Ný vefsjá með valkostum vegna Blöndulínu 3 komin í loftið
Við hjá Landsneti erum að ljúka vinnu við gerð umhverfismatsskýrslu fyrir Blöndulínu 3, sem send verður til Skipulagsstofnunar til yfirferðar áður en hægt er að hefja opinbera kynningu á umhverfismatinu. Í umhverfisskýrslunni m.a. greint frá aðalvalkosti framkvæmdarinnar.
Bilun í símkerfi
Því miður eru búnar að vera truflanir í símkerfinu okkar í morgun en unnið er að viðgerð og vonum við að það komist í lag sem fyrst.
Maríanna Magnúsdóttir ráðin leiðtogi breytinga hjá Landsneti
Landsnet hefur ráðið Maríönnu Magnúsdóttur sem leiðtoga breytinga.
Afhendingaröryggi á Vestfjörðum
Við hjá Landsneti vorum að gefa út skýrslu um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.
Holtavörðuheiðarlína 1 - valkostaskýrsla
Lagning Holtavörðuheiðarlínu 1 er mikilvægur hlekkur í endurnýjun á núverandi byggðalínu og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem nú er að rísa.
Raforkuverð vegna flutningstapa
Raforkuverð vegna flutningstapa verður 5.923 kr/MWst fyrir fyrsta ársfjórðung 2022, hækkar um 25% miðað við sama tíma í fyrra.
Seinkun á Hólasandslínu
Framkvæmdir við Hólasandslínu 3, tenginguna á milli Hólasands og Akureyrar, hófust í ágúst 2020 og var áætlað að taka línuna í rekstur í lok árs 2021. Nú er ljóst að seinkun verður á því að línan verði tekin í rekstur. Helstu ástæður eru að við höfum verið óheppin með veður á framkvæmdasvæðinu, síðasti vetur var snjóþungur, tafir urðu á ákveðnum verkþáttum og heimsfaraldurinn gerði ekki auðvelt fyrir, bæði þegar kom að mannskap og aðföngum.
Orkufyrirtækin gera samstarfssamning um varnir gegn netglæpum
Aðildarfyrirtæki Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja, sem eiga aðild að netöryggisráði Samorku og norska fyrirtækið KraftCert hafa gert með sér samstarfssamning um varnir og viðbúnað fyrir netöryggi. Netöryggi er ein stærsta áskorun stjórnenda í dag og samstarfið styrkir orku- og veitufyrirtæki landsins enn frekar í baráttunni gegn stafrænum glæpum.
Ákvörðun Sveitarfélagsins Voga að hafna umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 felld úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins og kerfisáætlun sem samþykkt hefur verið af Orkustofnun
Saga um glötuð tækifæri
Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins 13. september var greint frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR