Bilun í símkerfi
Því miður eru búnar að vera truflanir í símkerfinu okkar í morgun en unnið er að viðgerð og vonum við að það komist í lag sem fyrst.
Maríanna Magnúsdóttir ráðin leiðtogi breytinga hjá Landsneti
Landsnet hefur ráðið Maríönnu Magnúsdóttur sem leiðtoga breytinga.
Afhendingaröryggi á Vestfjörðum
Við hjá Landsneti vorum að gefa út skýrslu um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.
Holtavörðuheiðarlína 1 - valkostaskýrsla
Lagning Holtavörðuheiðarlínu 1 er mikilvægur hlekkur í endurnýjun á núverandi byggðalínu og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem nú er að rísa.
Raforkuverð vegna flutningstapa
Raforkuverð vegna flutningstapa verður 5.923 kr/MWst fyrir fyrsta ársfjórðung 2022, hækkar um 25% miðað við sama tíma í fyrra.
Seinkun á Hólasandslínu
Framkvæmdir við Hólasandslínu 3, tenginguna á milli Hólasands og Akureyrar, hófust í ágúst 2020 og var áætlað að taka línuna í rekstur í lok árs 2021. Nú er ljóst að seinkun verður á því að línan verði tekin í rekstur. Helstu ástæður eru að við höfum verið óheppin með veður á framkvæmdasvæðinu, síðasti vetur var snjóþungur, tafir urðu á ákveðnum verkþáttum og heimsfaraldurinn gerði ekki auðvelt fyrir, bæði þegar kom að mannskap og aðföngum.
Orkufyrirtækin gera samstarfssamning um varnir gegn netglæpum
Aðildarfyrirtæki Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja, sem eiga aðild að netöryggisráði Samorku og norska fyrirtækið KraftCert hafa gert með sér samstarfssamning um varnir og viðbúnað fyrir netöryggi. Netöryggi er ein stærsta áskorun stjórnenda í dag og samstarfið styrkir orku- og veitufyrirtæki landsins enn frekar í baráttunni gegn stafrænum glæpum.
Ákvörðun Sveitarfélagsins Voga að hafna umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 felld úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins og kerfisáætlun sem samþykkt hefur verið af Orkustofnun
Saga um glötuð tækifæri
Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins 13. september var greint frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum.
Kröflulína 3, fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu spennusett
Það var stór dagur hjá okkur hjá Landsneti í dag þegar fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdals, var spennusett. Línan á sér langa sögu og hefur undirbúningur staðið um langt skeið . Framkvæmdir hófust árið 2019 og var hún byggð við miklar áskoranir. Slæmt veður og heimsfaraldur settu mark sitt á framkvæmdina.
Stöðugur rekstur
Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2021 var lagður fram í dag.
Bíðum spennt eftir að hraunið renni yfir skurðinn
Við hjá Landsneti tökum nú þátt í mjög spennandi verkefni í Nátthaga í nágrenni við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli.
Brýnt að endurnýja byggðalínuna - Mikið álag á flutningskerfi raforku vegna lágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum
Vatnshæð í Þórisvatni á þessum árstíma hefur aldrei mælst lægri en í sumar, eins og fram hefur komið í fréttum. Landsvirkjun hefur réttilega bent á að ekki þurfi að óttast raforkuskort í vetur en staðan í Þórisvatni er áminning um mikilvægi þess að geta flutt raforku milli landshluta hverju sinni. Á sama tíma og vatnshæð er óvenju lág í Þórisvatni er staða miðlunarlóna á Norður- og Austurlandi ágæt.
Framkvæmdafréttir
Við erum á fullu í framkvæmdum og á síðustu vikum hafa fjölmörg ný flutningsvirki verið spennusett og tekin í rekstur, góður gangur er í Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3 og ný hringtenging á Austfjörðum var tekin í rekstur í sumar og þar með var stórum áfanga náð í styrkingu kerfisins á svæðinu.
Landsnet og Etix Everywhere Borealis skrifa undir viljayfirlýsingu um aukningu flutnings til gagnaversins
Landsnet og Etix Borealis, sem rekur gagnaver á Blönduósi hafa undirritað viljayfirlýsingu um aukinn flutning á raforku til gagnaversins.
Rafrænn kynningarfundur um kerfisáætlun 2021-2030
Við bjóðum til kynningarfundar um kerfisáætlun 2021-2030 undir yfirskriftinni „Grunnur að grænni framtíð“ fimmtudaginn 1. júlí nk.
Holtavörðuheiðarlína 1 - Hafðu áhrif – taktu þátt í að ákveða línuleiðina með okkur
Við hjá Landsneti óskum eftir ábendingum og hugmyndum að valkostum vegna fyrirhugaðrar tengingar í raforkukerfinu frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.
Landsnet tekur lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum
Landsnet og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa skrifað undir lánasamning að fjárhæð 50 milljóna Bandaríkjadala, um 6 milljarðar króna, til að fjármagna framkvæmdir við Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3.
Kerfisáætlun 2021-2030 í opið umsagnarferli
Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2021-2030, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árin 2022-2024 og umhverfisskýrslu eru nú í opnu umsagnarferli.
Boðum til funda með landeigendum vegna fyrirhugaðrar lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1
Fundirnir eru tveir annars vegar þann 1. júní að Hótel Hamri í Borgarnesi og seinni fundurinn að Hótel Glym í Hvalfirði þann 3. júní.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR