Jafnstraumstengingar í raforkukerfum
Í haust leitaði Landsnet til Háskólans í Reykjavík til þess að skoða almennt möguleika á að nota jafnstraumstengingar (DC) í flutningskerfinu, þá sem hluta af möskvuðu kerfi eða sem hluta hringtengingar. Nú hefur Háskólinn skilað frá sér minnisblaði þar sem dregnar eru saman helstu upplýsingar um jafnstraumstengingar í raforkukerfum út frá tæknilegum og rekstrarlegum þáttum.
Fyrsti fundur í nýju verkefnaráði Lyklafellslínu, línu sem mun marka útlínur höfuðborgarsvæðisins
Þann 29. október fór fram fyrsti fundur í verkefnaráði Lyklafellslínu, nýrrar línu sem liggja mun frá Lyklafelli í Mosfellsbæ að Völlunum í Hafnarfirði. Í framhaldinu verða svo Hamraneslínur sem liggja um Heiðmörkina og Ísallínur teknar niður.
Þar sem lognið hefur lögheimili #landsnetslífiðátímumcovid
Morgunbollaspjallinu, Landsnetslífið á tímum Covid, hefur borist bréf frá verkefnastjóranum okkar í gæðamálum og samfélagsábyrgð, Engilráð Ósk, sem alltaf er kölluð Inga en hún er stödd á Ísafirði þessa dagana.
Arðsemi Landsnets innan löglegra marka
Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og fram kom í Markaðnum, Fréttablaðinu í vikunni. Þá er rétt að halda því til haga að eignastofn félagsins og meðhöndlun hans er byggður á ákvæðum raforkulaga og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.
Tíminn, verkefnin og heimspekihundurinn #landsnetslífiðátímumCovid
„Góðan daginn, getur þú beðið aðeins” sagði Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs þegar við náðum á hann í morgun til að eiga við hann morgunbollaspjallið um lífið hjá Landsneti þessar vikurnar en kröfuharðasti vinnufélagi hans þessa dagana, heimsspekihundurinn Plato, þurfti að eiga við hann eitt orð.
„Dagarnir eru oft allskonar en við gerum auðvitað okkar besta…“ #landsnetslífiðátímumCovid
Sagði Birkir Heimisson sérfræðingur okkar í stafrænni þróun raforkuflutningskerfisins þegar hann var spurður um lífið í heimavinnunni en þennan morguninn var konan hans, Hafdís, í sóttkví, annað barnið á leikskólanum, hitt heima með hitavellu og nóg að gera í vinnunni.
Varaaflið, súrdeigsbrauð og baráttan um lyklaborðið #LandsnetslífiðátímumCovid
„Mér líður bara nokkuð vel og verkefnin mín eru á áætlun. Það hefur verið mikið að gera og það hefur ekki truflað mig mikið að vera að vinna heima en heimavinnunni fylgja auðvitað bæði kostir og gallar“ segir Víðir Már Atlason verkefnastjóri á framkvæmdarsviðinu okkar.
Skiptu út skyrtum fyrir bol #landsnetslífiðátímumCovid
Í síðustu viku skiluðum við kerfisáætlun inn til Orkustofnunar, dagur sem alltaf markar smá tímamót hjá þeim Gný, Arnari Má, Ragnari Erni og Árna Baldri en þeir skipa kerfisáætlunarteymið okkar.
Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa
Þann 1. október var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa og skerðanlegs flutnings hjá dreifiveitu.
Kerfisáætlun send til samþykkis hjá Orkustofnun
Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2020-2029 hefur verið send Orkustofnunar til samþykktar.
Framtíðin, flutningskerfið og umræðan
Rafvædd framtíð er kjarninn í framtíðarsýn okkar hjá Landsneti. Á hverju ári leggjum við fram Kerfisáætlun þar sem línur eru lagðar fyrir framtíðina – línur sem byggðar eru upp með nútímalegum hætti og um þær þarf að ríkja eins breið sátt og mögulegt er.
Víkingamótaröðin kemur í Borgina
Almenningsíþróttamótin Landsnet MTB og Eldslóðin fara fram helgina 26. og 27. september.
Alvarlegt slys í tengivirki í Breiðadal
Rétt fyrir klukkan þrjú í dag varð alvarlegt rafmagnsslys í tengivirki Landsnet og Orkubús Vestfjarða í Breiðadal og var starfsmaður Orkubúsins fluttur í kjölfarið á sjúkrahús og er líðan hans eftir atvikum.
Raforkuverð vegna flutningstapa
Raforkuverð vegna flutningstapa verður 4.218 kr/MWst fyrir fjórða ársfjórðung 2020.
Stable operations
Landsnet’s interim financial statement for the January-June, 2020 period was published today.
Stöðugur rekstur
Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2020 var lagður fram í dag.
Rafmagnsleysi á Norðurlandi í dag
Nokkrar truflanir urðu í morgun í tengivirkinu á Rangárvöllum við Akureyri sem rekja má til vinnu sem þar fór fram við spenni. Við innsetningu spennisins urðu mistök sem mynduðu ljósboga í tengivirkinu.
Breytingar á gjaldskrá Landsnets 1.ágúst
Tímabundin lækkun á gjaldskrá til stórnotenda gengur til baka 1. ágúst 2020. Gjaldskrá til dreifiveitna hækkar í takt við lífskjarasamning
Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa og kerfisþjónustu
Þann 1. júlí var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa og kerfisþjónustu.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR