27.9.2020

Framtíðin, flutningskerfið og umræðan

Rafvædd framtíð er kjarninn í framtíðarsýn okkar hjá Landsneti. Á hverju ári leggjum við fram Kerfisáætlun þar sem línur eru lagðar fyrir framtíðina – línur sem byggðar eru upp með nútímalegum hætti og um þær þarf að ríkja eins breið sátt og mögulegt er.

25.9.2020

Víkingamótaröðin kemur í Borgina

Almenningsíþróttamótin Landsnet MTB og Eldslóðin fara fram helgina 26. og 27. september.

17.9.2020

Alvarlegt slys í tengivirki í Breiðadal

Rétt fyrir klukkan þrjú í dag varð alvarlegt rafmagnsslys í tengivirki Landsnet og Orkubús Vestfjarða í Breiðadal og var starfsmaður Orkubúsins fluttur í kjölfarið á sjúkrahús og er líðan hans eftir atvikum.

26.8.2020

Raforkuverð vegna flutningstapa

Raforkuverð vegna flutningstapa verður 4.218 kr/MWst fyrir fjórða ársfjórðung 2020.

13.8.2020

Stable operations

Landsnet’s interim financial statement for the January-June, 2020 period was published today.

13.8.2020

Stöðugur rekstur

Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2020 var lagður fram í dag.

5.8.2020

Rafmagnsleysi á Norðurlandi í dag

Nokkrar truflanir urðu í morgun í tengivirkinu á Rangárvöllum við Akureyri sem rekja má til vinnu sem þar fór fram við spenni. Við innsetningu spennisins urðu mistök sem mynduðu ljósboga í tengivirkinu.

31.7.2020

Breytingar á gjaldskrá Landsnets 1.ágúst

Tímabundin lækkun á gjaldskrá til stórnotenda gengur til baka 1. ágúst 2020. Gjaldskrá til dreifiveitna hækkar í takt við lífskjarasamning

7.7.2020

Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa og kerfisþjónustu

Þann 1. júlí var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa og kerfisþjónustu.

1.7.2020

Landsnet leggur línur – í jörð

Rafvædd framtíð er kjarninn í framtíðarsýn okkar hjá ​Landsneti. Nútímasamfélög treysta á áreiðanlega afhendingu raforku. Flutningskerfi Landsnets er þannig lykil innviður íslensks samfélags og þarf að vera bæði áreiðanlegt og traust. Á sama tíma þarf flutningskerfið að vera byggt upp með nútímalegum hætti og um það þarf að ríkja eins breið sátt og mögulegt er. Þær leiðir sem farnar verða þurfa í senn að taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma ásamt því að sýna ábyrgð í umgengni við náttúruna.

24.6.2020

Bein útsending frá kynningarfundi um kerfisáætlun

Kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2020-2029, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir árin 2021-2023 og umhverfisskýrslu, eru nú í opnu umsagnarferli.

12.6.2020

Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 komin í umsagnarferli

Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029, ásamt framkvæmdaáætlun 2021- 2023 og umhverfisskýrslu Landsnets eru nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 31. júlí 2020.

28.5.2020

Nýir samningar um reglunaraflstryggingu

Landsnet hefur í kjölfar útboðs, samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar, um kaup á reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið maí - desember 2020.

28.5.2020

Raforkuverð vegna flutningstapa

Raforkuverð vegna flutningstapa verður 3.786 kr/MWst fyrir þriðja ársfjórðung 2020.

18.5.2020

Mastur í Hnoðraholtslínu fært til

Á morgun, þriðjudaginn 19.maí ​mun línuflokkur á vegum Landsnets færa til eitt mastur í Hnoðraholtslínu sem liggur milli tengivirkja ​í Hafnarfirði og Hnoðraholti í Garðabæ. Færa þarf mastrið til um 26 m vegna lagningar Ásvallabrautar í Hafnarfirði.

29.4.2020

Raforkunotkun minnkar á milli ára

Raforkunotkun á síðasta ári minnkaði frá fyrra ári sem er óvenjulegt því flest öll fyrri ár hefur notkun aukist á milli ára.

28.4.2020

Engin stór vandamál, bara verkefni

„Það má í raun segja að við þurftum bara nokkra klukkutíma til að koma öllu okkar fólki, sem þurfti að fara í heimavinnu, af stað án vandræða og án öryggisfrávika“ segir Jón Elías Þráinsson UT öryggisstjórinn okkar en við náðum einum rafrænum kaffibolla með honum í morgun og smá spjalli um upplýsingaöryggismálin.

24.4.2020

Samtal við leyfisveitendur framundan

Skipulagsstofnun birti í dag álit sitt á umhverfismati vegna Suðurnesjalínu 2, framkvæmd sem m.a. er ætlað að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Um er að ræða eina af mikilvægustu framkvæmdum flutningskerfisins og er hún meðal annars í aðgerðalista stjórnvalda til að styrkja innviði landsins í kjölfar óveðranna sem gengu yfir landið í vetur.

21.4.2020

„Það verður gott þegar húsið fyllist aftur af lífi“

Við hjá Landsneti erum í umhverfi þar sem kröfur eru sífellt að aukast, ekki bara tæknilega heldur líka þegar kemur að þjónustu og samtali og þar viljum við alltaf gera betur í dag en í gær.

20.4.2020

Landsnet nýtir sér íslenska nýsköpun

Landsnet og Laki Power hafa gert með sér samkomulag um vöruþróun og frekari útbreiðslu á tækninýjungum Laka Power í íslenska raforkukerfinu