Blöndulína 3 - Drög að tillögu að matsáætlun í kynningu
Uppbygging nýrrar kynslóðar byggðalínu er hafin og er fyrsti áfanginn í þeirri uppbyggingu þrjár nýjar 220 kV háspennulínur á Norður- og Austurlandi. Þær eru Kröflulína 3 frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð, en framkvæmdir við lagningu hennar eru þegar hafnar. Hólasandslína 3 er síðan fyrirhuguð frá Hólasandi til Akureyrar og er umhverfismati á þeirri leið lokið og gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þriðja línan er svo Blöndulína 3, og mun hún tengja Akureyri við Blönduvirkjun. Lega línunnar er fyrirhuguð um fimm sveitarfélög Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyrarbæ. Umhverfismat framkvæmdarinnar er hafið og liggja fyrir drög að tillögu að matsáætlun.
Áskorun að kynna almenningi matsáætlun við þessar aðstæður
„Ég er staðráðin í að byrja að „hjóla í vinnuna“ eftir páska, fara út og taka einn hring í hverfinu áður en ég sest við vinnuna hér heima á morgnanna“ segir Rut Kristinsdóttir sérfræðingur okkar í umhverfismálum en hún tók fyrsta kaffibollann með okkur yfir netið í morgun. Hún er ein af þeim fjölmörgu sem stundum hjóla í vinnuna en fyrir ári síðanfékk Rut sér rafmagnshjól sem hún mælir með við alla.
„Höfum æft við aðstæður ekki ósvipaðar þeim sem við erum í núna“
segir Halldór Halldórsson öryggisstjórinn okkar í netspjalli dagsins en hann segir Landsnet tilbúið að vinna undir þessum kringumstæðum eins lengi og þörf er á.
Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa
Þann 1. apríl var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa.
Framkvæmdir halda áfram
„Örugg afhending raforku er mikilvægasta viðfangsefni okkar hjá Landsneti og fyrir okkur skiptir líka miklu máli að geta haldið framkvæmdum gangandi eins og mögulegt er, en að sjálfsögðu er heilsa fólks og persónuöryggi númer eitt.“ segir Nils Gústavsson framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs en við tókum við hann létt kaffibollaspjall yfir netið í morgun en hann eins og stór hluti okkar starfsfólks vinnur heima þessa dagana.
Ársskýrsluvefurinn kominn í loftið
Árið 2019 var fyrir margar sakir áhugavert ár, þetta var ár spennandi verkefna. Við lögðum áherslu á undirbúning og greiningar fyrir áskoranir framtíðarinnar.
Hvernig eru umhverfisáhrif raflína metin ?
Viljum vekja athygli ykkar á nýrri skýrslu sem var að koma á vefinn hjá okkur. Ætlunin er að sú aðferð sem við kynnum hér, varpi betra ljósi á hvernig komist er að niðurstöðu um vægi áhrifa af framkvæmdum fyrirtækisins á einstaka umhverfisþætti.
Katrín Olga og Magnús Þór ný í stjórn Landsnets
Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var föstudaginn 13. mars var ný stjórn fyrirtækisins kjörin en hana skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Magnús Þór Ásmundsson´, Ólafur Rúnar Ólafsson, og Svava Bjarnadóttir.
Gylfaflötinni lokað tímabundið
Í ljósi útbreiðslu COVID-19 veirunnar höfum við tekið fyrir allar heimsóknir á Gylfaflötina og skrifstofum okkar, stjórnstöð og netþjónustu hefur verið lokað fyrir utanaðkomandi aðilum til að minnka smitthættuna og til að koma í veg fyrir að þjónusta okkar raskist.
Samið við þrjá aðila
Nýverið voru opnuð tilboð í raforku sem áætlað er að muni tapast á öðrum ársfjórðungi en Landsnet býður fjórum sinnum á ári út alla þá orku sem tapast í flutningskerfinu.
Vorfundi og árshátíð frestað
Við hjá Landsneti berum ábyrgð á rekstri flutningskerfis raforku. Örugg afhending orku er mikilvægasta viðfangsefnið okkar og því fylgir mikil ábyrgð. Í ljósi þess höfum við gripið til viðeigandi aðgerða þegar kemur að því að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar innan okkar hóps og til að koma í veg fyrir að þjónusta okkar raskist.
Prufu skrá
Numerical Data
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Proin suscipit quam id metus lacinia pretium. Nulla euismod gravida elit, vel ullamcorper quam feugiat ut. Donec turpis quam, semper rhoncus dictum accumsan.
Stöðugur rekstur í krefjandi aðstæðum
Ársreikningur Landsnets 2019 var samþykktur á fundi stjórnar í dag 17. febrúar 2020.
Skrifað undir flutningssamning við Reykjavík DC
Landsnet og Reykjavík DC hafa skrifað undir flutningssamning vegna raforkuafhendingar fyrir gagnaver við Korputorg.
Vörum við banni á loftlínum innan marka þjóðgarðs
Ljóst má vera að framtíðaruppbygging flutningskerfisins mun að einhverju leyti ná til svæða sem eru innan marka þjóðgarðs.
Um jarðstrengi og raftæknilegar takmarkanir
Í kjölfarið á óveðrinu sem gekk yfir landið um miðjan desember heyrðust háværar raddir um að nú þyrfti að herða á því að koma öllum raflínum í jörð. En er það raunhæfur kostur?
Jarðstrengslagnir í meginflutningskerfinu á Norðurlandi
Um miðjan desember birtist í samráðsgátt stjórnvalda skýrsla, sem unnin var að beiðni ráðuneyta Atvinnuvega- og nýsköpunarmála og Umhverfis- og auðlindamála. Í þessari skýrslu er fjallað um niðurstöður greininga á takmörkunum og áhrifum notkunar jarðstrengja á hæstu spennustigum flutningskerfa raforku. Í skýrslunni er til skoðunar meginflutningskerfi landsins, frá Brennimel í vestri norður um, austur og endað í Sigöldu.
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR