21.11.2019

Aukið gagnsæi og meiri gæði - skrifað undir rammasamninga um verkfræðiráðgjöf

Í morgun skrifaði Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets undir rammasamninga við sjö verkfræðistofur um verkfræðiráðgjöf.

7.11.2019

Ný kynslóð byggðalínunnar

Uppbygging nýrrar kynslóðar byggðalínu er hafin og er fyrsti áfanginn í þeirri uppbyggingu þrjár nýjar 220 kV háspennulínur á Norður- og Austurlandi. Þær eru Kröflulína 3 frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð, en framkvæmdir við lagningu hennar eru þegar hafnar. Hólasandslína 3 er síðan fyrirhuguð frá Hólasandi til Akureyrar og er umhverfismati á þeirri leið lokið og áætlað að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Þriðja línan er svo Blöndulína 3, og mun hún tengja Akureyri við Blönduvirkjun en undirbúningur að nýju umhverfismati er hafin.

7.11.2019

Opnir kynningarfundir um tengingu frá Blöndu til Akureyrar

Vegna breyttra áherslna er nýtt umhverfismat vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Blöndulínu 3 að hefjast og mun það leysa eldra umhverfismat af hólmi.

30.10.2019

Erum á réttri leið - Mat á umhverfiskostnaði vegna tengingar á milli Akureyrar og Hólasands

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Landsnet um mat á umhverfiskostnaði vegna Hólasandslínu 3 er Landsnet á réttri leið í umhverfismálum. Niðurstöður gefa m.a. til kynna að greiðsluvilji almennings fyrir mótvægisaðgerðir vegna Hólasandslínu sé ekki svo mikill að hann valdi breytingum á framkvæmdinni.

18.10.2019

Lagt til að Suðurnesjalína 2 verði lögð í lofti

Niðurstaða matsskýrslu og helstu athugasemdir vegna Suðurnesjalínu 2 eru nú hjá Skipulagsstofnun og bíða þar samþykkis. Þegar því er lokið verður farið í áframhaldandi viðræður við landeigendur og sótt um framkvæmdaleyfi fyrir línunni. Skýrslan og helstu athugasemdir hafa verið kynntar hagsmunaaðilum um framkvæmdina, þar á meðal fulltrúum frá sveitarfélögum á svæðinu, náttúruverndarsamtökum og landeigendum.

4.10.2019

Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa

Þann 1. október var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa.

10.9.2019

Kerfisáætlun komin til Orkustofnunar

Ný tenging vegna vindmylluhugmynda komin inn í áætlunina.

27.8.2019

Meðalverð orku vegna flutningstapa lækkar

Nýverið voru opnuð tilboð í raforku sem áætlað er að muni tapast á 4. ársfjórðungi þessa árs en fyrirtækið býður fjórum sinnum á ári út alla þá orku sem tapast í flutningskerfinu.

14.8.2019

Sterk staða

Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2019 var lagður fram í dag. Afkoma fyrirtækisins er samkvæmt áætlunum.

10.7.2019

Breyting á gjaldskrá til stórnotenda

Þann 1.júli var gerð breyting á gjaldskrá til stórnotenda. Gjaldskráin var lækkuð tímabundið um 9,5% en fyrir sjáanlegt er að hún hækki aftur eftir 12 mánuði.

5.7.2019

Líkur á aflskorti yfir viðmiðunarmörkum ​árið 2022

Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem var að koma út og birt er hér á vefnum kemur m.a. fram að líkur á aflskorti á Íslandi eru meiri en í fyrri útreikningum.

24.6.2019

Nýtt tengivirki í Ólafsvík

Við höfum unnið að styrkingu flutningskerfisins á Snæfellsnesi undanfarið til að bæta afhendingaröryggi svæðisins.

14.6.2019

Þorvaldur Jacobsen ráðinn framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs

Landsnet hefur ráðið Þorvald Jacobsen í starf framkvæmdastjóra kerfisstjórnunarsviðs Landsnets þar sem hann mun fara fyrir öflugum hópi sem ber ábyrgð á rekstri flutningskerfisins og upplýsingatæknimálum og þeirri þróun sem á sér stað í átt að snjallari rafrænni framtíð hjá Landsneti.

12.6.2019

Af hverju þarf að byggja nýja línu á milli Hafnarfjarðar og Reykjaness?

Landsnet áformar byggingu 220 kV raflínu, Suðurnesjalínu 2 milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur. Línan hefur verið lengi í undirbúningi en nauðsynlegt er að ráðast í framkvæmdir til að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.

5.6.2019

Suðurnesjalína 2 - Niðurstaða rannsóknarvinnu, samtals og samráðs

Vinnu við frummatsskýrslu vegna Suðurnesjalínu 2 er nú lokið og framundan er að kynna niðurstöðuna. Skýrslan og niðurstaða hennar er afrakstur viðamikillar rannsóknarvinnu, samtals og samráðs þar sem við lögðum meiri áherslu en áður á samtal við nærumhverfið. Í skýrslunni voru meginþættirnir, sem hafa áhrif á hvaða leið er lögð til, metnir út frá umhverfi, afhendingaröryggi, stefnu stjórnvalda, skipulagi sveitarfélaga og kostnaði. Niðurstaðan er sú að lagt er til að Suðurnesjalína 2 verði að mestu loftlína.

27.5.2019

Raforkuverð fyrir þriðja ársfjórðung 2019 verður 4,06 kr/kWh

Nýverið voru tilboð opnuð í rafrænu útboði Landsnets fyrir raforku sem áætlað er að muni tapast á 3. ársfjórðungi þessa árs en fyrirtækið býður út alla þá orku sem tapast í flutningskerfinu.

21.5.2019

Nýir samningar um reglunaraflstryggingu á grundvelli útboðs

Landsnet hefur í kjölfar útboðs, samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar, um kaup á reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið maí 2019 - apríl 2020.

13.5.2019

Hver er staðan í þinni heimabyggð ?

Landsnet hefur sett í opið umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku fyrir tímabilið 2019-2028. ​Umsagnarferlið, sem stendur til 24. júní, er tækifæri fyrir alla sem áhuga hafa á uppbyggingu raforkukerfisins, að koma að gerð áætlunarinnar og eru allir hvattir til að kynna sér innihald og koma umsögnum á framfæri.

9.5.2019

Spennandi að hitta fólk eins og okkur

„Það er ekki á hverjum degi sem við fáum tækifæri til að hitta fólk sem vinnur í sama umhverfi og við og eru að glíma við sömu vandamálin en raforkukerfin eru auðvitað misstór og stjórnstöðvarnar líka“ segir Margrét Eva Þórðardóttir sérfræðingur í stjórnstöðinni okkar á Gylfaflötinni. Hún ásamt Benedikt Kristjáni Magnússyni, sem líka vinnur sem sérfræðingur í stjórnstöðinni, eiga veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd ráðstefnunnar EPCC The International Workshop on Electric Power Control Centers sem haldin verður dagana 12.-15. maí á Hilton Nordica.

3.5.2019

Mælum með innleiðingu þriðja orkupakkans

Landsnet hefur skilað inn umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn, þskj. 1237 á 777 sem snýr að innleiðingu á þriðja orkupakkanum.