30.12.2019

Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa

Þann 1. janúar var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa.

18.12.2019

Vel heppnað skuldabréfaútboð Landsnets í Bandaríkjunum

Landsnet hefur gefið út óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadollara (12,3 milljarðar króna) á gjalddaga eftir tíu til tólf ár. Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu skuldabréfaútboði í Bandaríkjunum og verða ekki skráð í Kauphöll.

17.12.2019

Í ljósi umræðunnar - Jarðstrengur við Sauðárkrók

Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar.

16.12.2019

Ný skýrsla staðfestir miklar takmarkanir jarðstrengs möguleika

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið birtu í dag í samráðsgátt stjórnvalda skýrslu dr. Hjartar Jóhannssonar um mat á möguleikum þess að nýta jarðstrengi við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Ráðuneytin kölluðu eftir þessari úttekt í samræmi við þingsályktun 26/148, frá júní 2018, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

12.12.2019

Staðan í flutningskerfinu í dag

Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu.

4.12.2019

Raforkuverð vegna flutningstapa

Raforkuverð vegna flutningstapa verður 5,45 kr/kWst fyrir fyrsta ársfjórðung 2020

2.12.2019

Landsnets Hlaðvarpið komið í loftið

Fyrsti þàtturinn í nýju hlaðvarpi Landsnets fór í lofti í dag - Í þessum fyrsta þætti spjallar Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi við Svandísi Hlín Karlsdóttur forstöðumann viðskiptaþróunar.

25.11.2019

Spám um umhverfisáhrif fylgt eftir

Í mati á umhverfisáhrifum er unnið að því að spá fyrir um hvernig framkvæmdir geta breytt núverandi ástandi. Mikilvægt er að byggja matið á góðum upplýsingum um grunnástand og hvað helst muni einkenna áhrif framkvæmdarinnar, t.d. umfang rasks og ásýnd.

22.11.2019

Verkefnis- og matslýsing Kerfisáætlunar 2020-2029

Við hjá Landsneti erum byrjuð að móta kerfisáætlun 2020-2029 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða er unnið umhverfismat á umhverfisáhrifum kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

21.11.2019

Aukið gagnsæi og meiri gæði - skrifað undir rammasamninga um verkfræðiráðgjöf

Í morgun skrifaði Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets undir rammasamninga við sjö verkfræðistofur um verkfræðiráðgjöf.

7.11.2019

Ný kynslóð byggðalínunnar

Uppbygging nýrrar kynslóðar byggðalínu er hafin og er fyrsti áfanginn í þeirri uppbyggingu þrjár nýjar 220 kV háspennulínur á Norður- og Austurlandi. Þær eru Kröflulína 3 frá Kröfluvirkjun í Fljótsdalsstöð, en framkvæmdir við lagningu hennar eru þegar hafnar. Hólasandslína 3 er síðan fyrirhuguð frá Hólasandi til Akureyrar og er umhverfismati á þeirri leið lokið og áætlað að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Þriðja línan er svo Blöndulína 3, og mun hún tengja Akureyri við Blönduvirkjun en undirbúningur að nýju umhverfismati er hafin.

7.11.2019

Opnir kynningarfundir um tengingu frá Blöndu til Akureyrar

Vegna breyttra áherslna er nýtt umhverfismat vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Blöndulínu 3 að hefjast og mun það leysa eldra umhverfismat af hólmi.

30.10.2019

Erum á réttri leið - Mat á umhverfiskostnaði vegna tengingar á milli Akureyrar og Hólasands

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Landsnet um mat á umhverfiskostnaði vegna Hólasandslínu 3 er Landsnet á réttri leið í umhverfismálum. Niðurstöður gefa m.a. til kynna að greiðsluvilji almennings fyrir mótvægisaðgerðir vegna Hólasandslínu sé ekki svo mikill að hann valdi breytingum á framkvæmdinni.

18.10.2019

Lagt til að Suðurnesjalína 2 verði lögð í lofti

Niðurstaða matsskýrslu og helstu athugasemdir vegna Suðurnesjalínu 2 eru nú hjá Skipulagsstofnun og bíða þar samþykkis. Þegar því er lokið verður farið í áframhaldandi viðræður við landeigendur og sótt um framkvæmdaleyfi fyrir línunni. Skýrslan og helstu athugasemdir hafa verið kynntar hagsmunaaðilum um framkvæmdina, þar á meðal fulltrúum frá sveitarfélögum á svæðinu, náttúruverndarsamtökum og landeigendum.

4.10.2019

Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa

Þann 1. október var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa.

10.9.2019

Kerfisáætlun komin til Orkustofnunar

Ný tenging vegna vindmylluhugmynda komin inn í áætlunina.

27.8.2019

Meðalverð orku vegna flutningstapa lækkar

Nýverið voru opnuð tilboð í raforku sem áætlað er að muni tapast á 4. ársfjórðungi þessa árs en fyrirtækið býður fjórum sinnum á ári út alla þá orku sem tapast í flutningskerfinu.

14.8.2019

Sterk staða

Árshlutareikningur Landsnets fyrir janúar – júní 2019 var lagður fram í dag. Afkoma fyrirtækisins er samkvæmt áætlunum.

10.7.2019

Breyting á gjaldskrá til stórnotenda

Þann 1.júli var gerð breyting á gjaldskrá til stórnotenda. Gjaldskráin var lækkuð tímabundið um 9,5% en fyrir sjáanlegt er að hún hækki aftur eftir 12 mánuði.

5.7.2019

Líkur á aflskorti yfir viðmiðunarmörkum ​árið 2022

Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem var að koma út og birt er hér á vefnum kemur m.a. fram að líkur á aflskorti á Íslandi eru meiri en í fyrri útreikningum.